Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1981, Síða 14

Hugur og hönd - 01.06.1981, Síða 14
tillögur um nýtingu lopaafganga F.f eitthvað er unnið með lopa, vilja safnast hjá tnanni sntá lopaafgangar sem ekki nægja í eina flík. Hér eru nokkrar tillögur um hvernig nýta megi slíka afganga, jafnvel bara spotta með því að nota þá saman. Það er nokkuð sama hvernig sauðalitunum er raðað. Þeir fara alltaf vel. jakki Efni: Lopaafgangar, 2 hringprjónar nr 6 og 1 nr 4, heklunál nr 5. 130 1 prjónaðar í 15 garða.Þá er tekið úr fyrir hálsmáli, þ.e. prjónaðar 61 lykkja (bak), 8 lykkjur felldar af (háls- mál) og 61 1 prjónuð áfram (boðangur). Boðangur prj fyrst. Við hálsmálið er teknar saman 2 lykkjur 5 sinnum, og þær 56 1 sem þá eru á prjóni eru prjón- aðar áfram í 7 garða og síðan fellt af. Þá er haldið áfram með bakstykkið. Þar eru teknar saman 2 lykkjur tvisvar við hálstnálið og þær 59 1 sem þá eru á prjóni eru prjónaðar í 16 garða, og þá aftur aukin 1 lykkja við hálsmál tvisvar sinnum. Nú er verkið lagt til hliðar og byrjað á hinum boðangnum. Fitjaðar upp 56 1 á annan prjón nr 6, og prjón- aðir 7 garðar, þá er aukin 1 lykkja í enda bvers garðs öðru megin 5 sinnum alls, þá eru 61 1 á prjóni. Fitjaðar upp 8 1 fyrir hálsmál á sama prjón og báðir hlutar verksins sameinaðir. Prjónaðir 15 garð- arogsíðan felltaf. Ermarnar eru 50 lykkjur prjónaðar í 30 garða. Þær eru saumaðar á eins og „kimónó" ermar, síðan eru hliðar og ermasaumar saumaðir. I hálsmáli eru teknar upp 66 lykkjur á prjóna nr. 4 og prjónaðir nokkrir garðar nokkuð þétt, fellt af. Á framstykkin eru heklaðar 2 umf fastal og hnappa- göt hekluð á h. framstykki. Tölur fest- ar á hitt. 14 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.