Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Page 10

Hugur og hönd - 01.06.1990, Page 10
og tóna litir í krossinum viö liti á gólf- steini kirkjunnar. í þvertré kross eru 12 reitir í fjórum mismunandi rauð- leitum litatónum, reitirnir eru aðskild- ir með mjóum gylltum röndum. í langtré eru 10 rendur einnig aðskild- ar með mjóum gylltum röndum. Á framhlið er fangamark Krists, gríski stafurinn P ofinn í krossform en staf- irnir XP eru fyrstu stafir í nafninu Kristur á grísku. En á kirkjugripum má stundum sjá X-inu snúið þannig að það myndar kross eins og hér er gert. Einnig eru í fangamarkið teikn- aðir stafirnir A og W, alfa og omega, fyrsti og síðasti stafurinn í gríska staf- rófinu. Merkingin er „Kristur er upp- haf og endir alls“. í hvítan grunn eru ofin örsmá kornöx en það munstur samdi Sigríður fyrir verkefnið og seg- ir vera tilbrigði við vaðmál. í uppi- stöðu er blanda spunnin saman úr bómull og líni en í ívafi ull, lín og silki. Hökullinn er ofinn á 10 sköft og 10 skammel í gagnbindingavefstól. Hæð hökulsins er breiddin í vefstóln- um. Undirbúningurinn í vefstofu fólst í því að teikna mismunandi bindi- munstur, finna viðeigandi efni og reikna út efnismagn. Nokkrar mis- munandi prufur voru síðan ofnar til að finna grunnbindingu, athuga þétt- leika og skreppingu. Að þessu loknu var vefurinn settur upp og smátt og smátt mátti sjá form og liti hlaðast í uppistöðuna eftir því sem verkinu miðaði áfram. Silki og gullþræði var handbrugðið í fangamark á framhlið og í þvertré kross á bakhlið. Upp- bindingu skammela var breytt fyrir langtré kross báðum megin, en lang- tré var ofið með skyttu eins og grunn- ur allur. Stóla fylgir með báðum hökl- unum. Með hökli fyrir Hólakirkju er stóla með sama grunnmunstri og hökull en mjó gullrönd er yst eftir stól- unni endilangri, gullkrossum er handbrugðið neðst í stólu báðum megin og þar fyrir neðan er rauðleitt handunnið silkikögur. í teikningunni að messuhökli fyrir Laugarneskirkju var hreinn svipur kirkjunnar og kyrrlátt andrúmsloft haft að leiðarljósi. Á bakhlið eru þrjú tákn, krossinn, vatnið og lífsins tré. Þessi þrjú tákn eru teiknuð á einfald- an hátt en á framhlið er einnig tré lífs- ins og fangamark Krists með grísku stöfunum A og W, táknum upphafs og endis. Undirbúningur í vefstofu var svip- aður og fyrr, en nauðsynlegt var að gera nokkuð margar prufur. Formin virðast einföld, en útfærslan í vefinn talsvert flókin. Bindingin er bindi- þráðavefnaður án einskeftufyrir- draga, þar sem grunnlitir í uppistöðu eru tveir: grænn og gulur, en ívaf grænt, gult og blátt. Það jafnvægi þurfti að nást milli uppistöðu og ívafs að litir kæmu sem skýrast fram. Sig- ríður vildi freista þess að vefa allan hökulinn í stigið skil, þ.e. stíga munstrið allan tímann en hand- bregða hvergi. Þetta var aðeins hægt með því að færa höföld milli skafta og breyta uppbindingum mörgum sinnum í miðjum klíðum. Þetta gekk snurðulaust en tók, eins og gefur að skilja, sinn tíma. Þó má gera ráð fyrir að handbrugðning hefði orðið miklu tímafrekari. Stóla fylgir höklinum og er ofið lífsins tré á annan borðann en kross á hinn. Báða höklana saumaði Vilborg Stephensen, kjólameistari, og var samstarf við hana traust og gott. Áslaug Sverrisdóttir Kennsluáætlun Heimilisiðnaðarskólans veturinn 1990-91 Haustönn 1990 Hraðnámskeið Vefnaður I dagana 25. - 30. 1.-25. okt. nóv. VefnaðurIV Þessa daga verður 1.-28.nóv. boðið upp á hrað- Myndvefnaður námskeið í eftirfar- 2. okt.- 4. des. andi greinum: tó- Tóvinna vinnu, útskurði, fata- 4. okt,- 8. nóv. saumi, dúkaprjóni, Prjóntækni körfugerð og út- 3. okt,- 7. nóv. saumi. Kennsla Bútasaumur, fram- verður daglega, ým- haldsnámskeið ist á daginn eða 3. okt,- 24. okt. kvöldin. Nákvæm Útskurður stundaskrá verður 2. okt,- 20. nóv. komin 25. septem- Þjóðbúningasaum- ber. Innritun hefst þó ur fyrir þann tíma eða 8. okt.- 26. nóv. strax 11. september. Fatasaumur Á haustmisseri verð- 4. okt.- 22. nóv. ur skrifstofan opin Útsaumur frá þriðjudegi til 1. nóv.- 22. nóv. föstudags klukkan Dúkaprjón 9-11:30. Utan skrif- 3. nóv,- 8. des. stofutímaerhægt að Körfugerð skilja eftir nafn og 7. nóv.- 28. nóv. símanúmer á sím- Einföld pappírsgerð svaranum (17800), 15. - 18. nóv. þannig að skólinn geti haft samband síðar. Vorönn 1991 Útsaumur Vefnaður II 4. - 25. mars 4. - 28. febr. Silkimálun Vefnaður III 2. - 30. apr. 4. mars - 2. apr. Tauþrykk I Vefnaður I 4. febr. - 11. mars 1.-30. apr. Leðursmíði Spjaldvefnaður 7. febr. - 28. febr. 6. - 27. febr. Útskurður Fótvefnaður og 5. febr. - 26. mars bandagerð Námskeið fyrir leið- 5. mars - 9. apr. beinendur aldraðra Tóvinna 22. - 28. apr. 4. mars - 15. apr. Jurtalitun Sumarnámskeið 6. mars - 24. apr. fyrir börn Prjóntækni I. Hópur 7. febr. - 14. mars börn 7 - 10 ára Fatasaumur 3. - 14. júní 4. - 28. febr. kl. 13 - 17 Dúkaprjón II. Hópur 3. apr. - 8. maí börn 9 - 12 ára Þjóðbúningasaum- 18. - 28. júní ur kl. 13 - 17 1. apr. - 2. maí III. Hópur Baldýring börn 6 - 8 ára 5. febr. - 12. mars 1.-5. júlí Knipl kl. 13 - 17 2. mars - 20. apr. Bútasaumur II 6. - 27. febr. 10 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.