Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Síða 13

Hugur og hönd - 01.06.1990, Síða 13
Övenjulegt vesti í Ferjunesi í Flóa er þetta skemmtilega vesti varðveitt. Oddný Kristjánsdóttir, hús- freyja þar, var svo vinsamleg að segja ritstjórn Hugarog handar frá því og bjóða uppskrift að því til birtingar sem var þegið með þökkum. Oddný sendi þessar upplýsingar með vestinu: Tengdafaöir minn, Eiríkur Guö- mundsson (1861-1957), átti vestið. 1934, er ég flutti á heimili hans í Ferjunesi, var vestiö enn spariflík og sá mjög lítið á því þrátt fyrir margra ára notkun. Sagöi hann mér aö vest- iö væri vinargjöf frá góðri kunningja- konu og þótti honum vænt um flíkina. Þessi vinkona hans var Karitas Þor- steinsdóttir, móöir Kjarvals og þeirra systkina. Gunnar, sonur hennar, haföi um árabil veriö sumardrengur hjá Eiríki, og Jón Þorsteinsson, mállaus bróöir Karitasar, átti heimili hjá Eiríki þrettán síðustu æviárin. Svo liöu árin, gamli maöurinn tók vestiö til daglegrar notkunar og enn sem fyrr var þaö falleg og notaleg flík. Vasarnir geymdu trúlega sjálf- skeiöunginn og tannstöngulinn. En þaö fór ekki hjá því aö vestið léti á sjá. Þaö slitnaði meö eigandanum sem náöi aö veröa hálftíræður. Vestinu var nú næstum öllu lokið eftir langa og dygga þjónustu (er trúlega frá því um 1912-13), en frábært handverkið leyndi sér ekki þrátt fyrir slitið og er vestiö varöveitt á heimili okkar. Svo var þaö aö ég hófst handa og prjónaði nákvæma eftirlíkingu af gamlavestinu. Þaðduldistekki, þeg- ar ég fór aö rýna í verkið, hve frábær- lega vel er unnið og allt fellur í Ijúfa löö hjá prjónakonunni. Hún hefur sannarlega kunnaö sitt verk. Skrifað í Ferjunesi, 29. ágúst 1990, Oddný Kristjánsdóttir 1. Gamla vestið, nærmynd af hluta. Ljósmynd: Áslaug Sverrisdóttir. 2. Vesti prjónað af Oddnýju Krist- jánsdóttur. Ljósmynd: Sigríður Halldórsdóttir. HUGUR OG HÖND 13

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.