Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 15
Vefstaður - Vefstóll
í íslenskum heimildum frá 18. öld
virðist lárétti vefstóllinn yfirleitt vera
nefndur vefstaður, oftast danskur
vefstaður, en einnig vefstaður gerður
eftir dönsku smíði, af eða eftir
dönsku formi eða á danskan hátt, og
ennfremur nýr vefstaður eftir út-
lensku formi, svonefndur mjór vef-
staður og klæðavefstaður. Orðinu
vefstóll skaut þó fljótlega upp í heim-
ildum, raunarþegar 1754, ef ekki fyrr,
og á 19. öld var jafnframt farið að hafa
það um vefstaðinn, þó svo að hann
héldi einnig stundum sínu gamla
heiti. Til aðgreiningar voru jafnvel
bæði orðin auðkennd með orðunum
íslenskur eða danskur eftir því við
hvort var átt, og vefstaður, síðar meir,
með orðunum gamli íslenski eða ein-
göngu gamli. Einnig kemur fyrir orð-
ið vefur í merkingunni vefstóll og
orðasambandið uppistöðu vefur um
vefstað. í einu tilviki, frá 1831, eru vef-
staðir nefndir „þeir gömlu standvef-
stólar.“
Á 20. öldinni virðist heitið vefstaður
mjög hafa orðið að lúta í lægra haldi
fyrir vefstólsnafngiftinni í rituðu máli,
einna helst ásamt auðkennandi lýs-
ingarorðum í orðasamböndunum
gamli vefstóllinn, gamli íslenski vef-
stóllinn og „hinn forni vefstóll," eða
þá í samsetta orðinu kljásteinavef-
stóll og jafnvel kljávefstóll. Auk þess
kom fram orðið kljávefur um vefstað-
inn.
Þess má geta að lausleg athugun
á svörum við spurningaskrá Þjóð-
háttadeildar Þjóðminjasafns íslands
1966 um vefnað bendir til að í dag-
legu tali til sveita sunnanlands og
vestan, sem og á Vestfjörðum, hafi
um síðustu aldamót verið notuð
bæði orðin vefstóll og vefstaður um
lárétta vefstólinn, en norðanlands og
austan nær eingöngu orðið vefstóll.
Að áliti höfundar er skaði að því ef
gamla heitið, vefstaður, fellur í
gleymsku, og virðist enda langeðli-
legast — og skilmerkilegast — að
nota hin einföldu íðorð, vefstaður og
vefstóll, sitt um hvora gerðina.
Elsa E. Guðjónsson
Kafli þessi er hluti af heildaryfirliti um ís-
lenska textíliöju fyrri alda sem höfundur
er meö í smíðum.
1. Vefstaöur í Þjóðminjasafni ís-
lands. Rifur og vinstri hlein eru upp-
runaleg. Þau komu til safnsins 1881,
óvíst hvaðan af landinu. Að öðru
leyti er vefstaðurinn nýsmíð. Kljá-
steinarnir sem strengja uppistöð-
una eru að verulegum hluta úr forn-
leifauppgrefti á Bergþórshvoli 1927
og 1928. Vefjarskeiðin úr hvalbeini
er austan af landi; hún kom til safns-
ins aldamótaárið 1900. Marta Hoff-
mann, þá fyrsti safnvörður við Norsk
Folkemuseum í Osló, og Elsa E.
Guðjónsson settu til og ófu vaðmál
í vefstaðnum í tilraunaskyni 1963.
Þjms. 1919 a og b, og 4736. Ljós-
mynd: Guðmundur Ingólfsson,
ímynd, 1986.
2. Vefstóll, líkiegafrá Þórðarstöðum
í Fnjóskadal, nú í Minjasafninu á
Akureyri. íslensk smíð; gæti verið
frá um 1860. Vefstóllinn er með því
lagi sem um 1900 var talin eldri gerð
íslenskra vefstóla, með háum kjálk-
um að aftan sem bera uppi slöngu-
rifinn og slagborðið. MSA 1380.
Ljósmynd: Elsa E. Guðjónsson,
1968.
HUGUR OG HÖND
15