Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Síða 41

Hugur og hönd - 01.06.1990, Síða 41
Gamalt millipils Þau voru ekkert híalín millipils gömlu kvennanna, meöan þau voru og hétu. En oft voru þau falleg og vel til þeirra vandað þó ekki sæjust þau, borin innan undir síöum, svörtum pilsum. Millipils þaö, sem hér er birt mynd af, var í eigu Guðrúnar Gestsdóttur (1858-1936) frá Forsæti í Flóa og er talið víst að hún hafi sjálf unnið í það og ofið. Pilsbekkurinn að neðan er ofinn með þráðabrekánsvend, þ.e. litir hafðir í mjög þétt varpaðri uppistöðu svo hvergi sér í ívaf (um 20 þr. á cm). Uppistaðan erfínt, tvinnað band, all- snarpt, í 7 litum. ívafið er dökkur tvistur, 4-5 fyrirdrög á cm. Bekkurinn er um 45 cm á breidd (hæð) og öll víddin að neðan er 204 cm, saumuð saman á einum stað. Að ofan er heldur þynnra efni, rauð einskefta ofin með rauðu, mjög fínu, einföldu bandi í hvítan tvist. Breiddin á þeirri voð er um 63 cm (ein alin) svo að ríflega þrjár breiddir fara í efri hluta pilsins, hver um sig um 25 cm, felldar undir streng. Sídd millipilsins, með streng að ofan og bryddingu að neðan, er 75 cm. Skófóður er innan á pilsinu neðanverðu og í stað falds er brúnin br.ydd með svörtu hand- ofnu bandi. Pilsið er að mestu ef ekki öllu leyti handsaumað. Það er varð- veitt að Ferjunesi í Flóa, þar sem Guðrún átti heima um árabil. Þess má geta til gamans að Guð- rún Gestsdóttir var systir Valgerðar Gestsdóttur sem heklaði fallegu hyrnuna sem sagt var frá í Hug og hönd 1987. Sigríður Halldórsdóttir 1. Millipilsið, um eða yfir 100 ára gamalt, gæti sem best verið nútíma fat. 2. Nærmynd af pilsbekknum. Ljósmyndir: Áslaug Sverrisdóttir. HUGUR OG HÖND 41

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.