Hugur og hönd - 01.06.2010, Síða 17

Hugur og hönd - 01.06.2010, Síða 17
Sigrún Baldvinsdóttir Lopasundskýlur - fyrir hraustmenni sem stunda sjósund Ljósmynd Vilhelm Gunnarsson Nöfh sjósundskappanna jrd vinstri: Einar S. Kristinsson, Viðar B. Þorsteinsson, Guðmundur Breiðdal, Öskar Jónasson, Eiríkur Hjartarson, Ólafur Þ. Magnússon, Sigurður V Smdrason og Carl D. Tulinius. Hópurinn iðkar sjósund vikulega og klaðist eingöngu heimagerðum sundskýlum úr lopa. Sjósund nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. I Nauthólsvíkinni hittast sjósund- skappar til þess að næra sál og líkama og einnig til að hitta aðra með sama áhugamál. Frændi minn, Sigurður V. Smárason, til- heyrir einum sjósundshópnum en sá hópur klæðist næstum eingöngu heimaprjónuðum lopaskýlum í sundinu. Þeir segja að sund- skýlur úr lopa séu þær bestu í ísköldum sjónum enda er íslenska ullin hlýjasta fata- efnið sem við eigum eins og við vitum. Þó svo að ég sé vön prjónakona og hafi prjónað mikið um dagana, bæði eftir uppskriftum og beint frá hjartanu, féllust mér satt að segja hendur þegar Sigurður bað mig um að prjóna fýrir sig sundskýlu. Mér fannst þetta verkefni þess eðlis að ég kæmist engan veg- inn í gegnum það en þrátt fýrir óvissu í upphafi reyndist verkefnið þegar á hólminn var komið hið skemmtilegasta og spenn- andi var að sjá hvað kæmi út úr því. Eg byrjaði á því að athuga uppskriftir og þá helst af ungbarnabuxum en sá fljótlega að best væri að prjóna skýluna eftir venjulegu buxnasniði (fatasniði) til þess að skrefsaum- urinn yrði eðlilegur. Eg mældi eigandann ekkert heldur lét augnmálið ráða. Buxurnar urðu tvennar og prjónaði ég þær úr hespu- lopa. Þær fýrri líktust boxer buxum og þó svo að eigandinn væri mjög ánægður með þær var ég ekki alveg sátt og prjónaði því aðrar sem voru meira í takt við sundskýlu. Buxurnar hafa reynst vel og eru í miklu uppáhaldi hjá eigandanum. Handprjónasamband íslands Skólavörðustíg 19, Reykjavík • sími 552 1890 • www.handknit.is Rennilásar • sími 554 3525 • gengið inn Klapparstígsmegin

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.