Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 4

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 4
HjúkrunarFræðingar um land allt hafa nú gengið í gegnum erfiðan tíma þar sem verkföll, sumarmönnun og uppsagnir hafa dregið úr þeirri gleði og afslöppun sem sumrinu á að fylgja. Gerðardómur kvað upp úrskurð sinn í júní síðastliðnum og skilar hann hjúkrunarfræðingum um 25% launahækkun á fjórum árum. Það geta allir verið sammála um það að 25% launahækkun þykir að öllu jöfnu góð og var úrskurðurinn betri en við í samninganefnd þorðum að vona. Það er augljóst að gerðardómur hefur tekið tillit til þeirra gagna sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lagði fram og felur hann jafnframt í sér viðurkenningu að laun hjúkrunarfræðinga þarf að leiðrétta. Þó að skrifað hafi verið undir kjarasamning hjá þeim hjúkrunarfræðingum sem starfa hjá ríkinu og Reykjalundi er vinna við gerð kjarasamninga hvergi nærri lokið. Enn er eftir að semja fyrir þá hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), Reykjavíkurborg og sveitarfélögum. Viðræður eru þegar hafnar og komnar vel á veg hjá SFV og Reykjavíkurborg en sveitarfélögin eru rétt að sigla af stað. Við vonumst til að fljótlega takist að ljúka þessum samningum og að vinna við endurskoðun stofnanasamninga geti hafist sem allra fyrst. Formannspistill 01/03 FORMANNSPISTILL VINNUM AÐ BÆTTRI MÖNNUN HJÚKRUNAR- FRÆÐINGA

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.