Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 6
Formannspistill03/03 hjúkrunarfræðingum eftir hæfni þeirra og þekkingu. Þannig er nýliði byrjandi í starfi með takmarkaða reynslu, en sérfræðingur (expert) hjúkrunarfræðingur sem hefur mikla reynslu og getur tekist á við nánast hvaða viðfangsefni sem er innan hjúkrunar. Á heilbrigðisstofnunum landsins hefur verið þróað kerfi þar sem hjúkrunarfræðingum er raðað í starfslýsingar á bilinu A til D byggðar á kenningu Benner. Nýliðar í hjúkrun eru í starfslýsingu A en reyndustu hjúkrunarfræðingar í starfslýsingu D. Hugmyndin er sú að æskilegt sé að manna vaktir á þann hátt að hæfnin sé slík að nýir hjúkrunarfræðingar hafi stuðning á vaktinni og geti spurt sér reyndari hjúkrunarfræðinga þurfi þeir þess með. Þessi skipting er mjög góð sé eftir henni farið en af frásögnum nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga undanfarin ár er ekki farið eftir þessum starfslýsingum. Eins og áður segir er verkefnum útdeilt án þess að gefinn sé gaumur að hæfni viðkomandi hjúkrunarfræðings og mönnun vakta þannig að hjúkrunarfræðingur í starfslýsingu A er einn á vakt með hjúkrunarnema. Auðvitað er ekki hægt að alhæfa um að svona sé þetta alls staðar en þetta er raunverulegt vandamál sem við hjúkrunarfræðingar þurfum að vinna gegn. Við eigum sjálf að tryggja að gæði hjúkrunar séu góð og fara í lið með stjórnendum til að tryggja að mönnunin sé þannig að hjúkrunarfræðingar, reyndir sem óreyndir, hafi svigrúm til að veita þá hjúkrun sem þeir vilja veita og skjólstæðingar okkar þarfnast. Við þurfum að horfa í eigin barm og skoða hvað við getum gert til að hafa áhrif á þetta. Hvað geta stjórnendur gert? Hvernig getum við leyst þetta? Félagið mun vinna að því að fá stofnanir í lið með sér og gera lagfæringar á mönnun hjúkrunarfræðinga. Við stöndum þó frammi fyrir því vandamáli að hjúkrunarfræðingar eru af skornum skammti sem og sjúkraliðar. Við þurfum því að hugsa út fyrir rammann og vera opin fyrir nýjum lausnum. Nú skulum við byggja hjúkrun upp á nýjan leik eftir erfiða tíma. Tölum vel um hjúkrunarstarfið og hvetjum ungt fólk til að velja sér hjúkrunarfræði sem framtíðar starfsvettvang sinn. Á end- anum munu allir græða á því, við hjúkrunarfræðingar með bættri mönnun og minna álagi og skjólstæðingar okkar með öruggari heilbrigðisþjónustu.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.