Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 8
ritstjóraspjall02/02
Öllum brEytingum fylgja tækifæri. Ákvörðunin um að gefa út
tímaritið rafrænt var ekki úr lausu lofti gripin. Í niðurstöðu lesenda-
könnunar sem framkvæmd var í maí 2012 á meðal hjúkrunarfræðinga
komu ítrekað fram þær óskir að gefa tímaritið út rafrænt. Það gefur
augaleið að fjárhagslegur sparnaður er mikill, en þar fyrir
utan er ákvörðunin vistvæn. Lesendur hafa val um að lesa
tímaritið í tölvunni sinni, spjaldtölvum og snjallsímum,
eða svokölluðum snjalltækjum. Þeir geta nálgast það í
flettiriti, í smáforriti (appinu), eða lesið einstaka greinar
eftir áhugasviði eða hentugleika. Þá er alltaf sá möguleiki
fyrir hendi að prenta út einstakar greinar.
Hlutfall reglulegra netnotenda er hvergi hærra í
Evrópu en hér á landi, en um 95% landsmanna á aldri-
num 16-74 ára eru reglulegir netnotendur. Blaða- og
fréttalestur hefur færst í auknum mæli á internetið, en um helmingur
netnotenda tengist í gegnum snjalltæki. Að því er fram kemur í
könnunum á snjallsímaeign Íslendinga frá 2013 þá eiga tveir af hverj-
um þremur snjallsíma og um helmingur landsmanna spjaldtölvur.
Þrátt fyrir að við höfum mikla aðlögunarhæfni og séum nýjunga-
gjörn þá erum við á sama tíma gjarnan íhaldssöm, og ég efast ekki
um að það séu einhverjir sem sakna snertingarinnar við pappírinn. En
rafræn útgáfa tímaritsins er ung, og við eigum margt eftir ólært. Vegna
takmarkana getum við ekki birt ritrýndar fræðigreinar í smáforritsútgáfu
en við munum leggja kapp á að gera þær eins aðgengilegar lesendum
og kostur er. Þá er á stefnuskránni að nýta vel þær boðleiðir sem fyrir
eru til að miðla efninu til lesenda.
Ég hlakka til að takast á við þau verkefni sem framundan eru, og
hvet ykkur til að hafa samband ef þið eruð með tillögur að efni, áhuga-
verðum viðmælendum, eða ef þið viljið senda inn greinar.
HELGA ÓLAFS
... NÝR RITSTJÓRI
TEKUR VIÐ