Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 8
ritstjóraspjall02/02 Öllum brEytingum fylgja tækifæri. Ákvörðunin um að gefa út tímaritið rafrænt var ekki úr lausu lofti gripin. Í niðurstöðu lesenda- könnunar sem framkvæmd var í maí 2012 á meðal hjúkrunarfræðinga komu ítrekað fram þær óskir að gefa tímaritið út rafrænt. Það gefur augaleið að fjárhagslegur sparnaður er mikill, en þar fyrir utan er ákvörðunin vistvæn. Lesendur hafa val um að lesa tímaritið í tölvunni sinni, spjaldtölvum og snjallsímum, eða svokölluðum snjalltækjum. Þeir geta nálgast það í flettiriti, í smáforriti (appinu), eða lesið einstaka greinar eftir áhugasviði eða hentugleika. Þá er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að prenta út einstakar greinar. Hlutfall reglulegra netnotenda er hvergi hærra í Evrópu en hér á landi, en um 95% landsmanna á aldri- num 16-74 ára eru reglulegir netnotendur. Blaða- og fréttalestur hefur færst í auknum mæli á internetið, en um helmingur netnotenda tengist í gegnum snjalltæki. Að því er fram kemur í könnunum á snjallsímaeign Íslendinga frá 2013 þá eiga tveir af hverj- um þremur snjallsíma og um helmingur landsmanna spjaldtölvur. Þrátt fyrir að við höfum mikla aðlögunarhæfni og séum nýjunga- gjörn þá erum við á sama tíma gjarnan íhaldssöm, og ég efast ekki um að það séu einhverjir sem sakna snertingarinnar við pappírinn. En rafræn útgáfa tímaritsins er ung, og við eigum margt eftir ólært. Vegna takmarkana getum við ekki birt ritrýndar fræðigreinar í smáforritsútgáfu en við munum leggja kapp á að gera þær eins aðgengilegar lesendum og kostur er. Þá er á stefnuskránni að nýta vel þær boðleiðir sem fyrir eru til að miðla efninu til lesenda. Ég hlakka til að takast á við þau verkefni sem framundan eru, og hvet ykkur til að hafa samband ef þið eruð með tillögur að efni, áhuga- verðum viðmælendum, eða ef þið viljið senda inn greinar. HELGA ÓLAFS ... NÝR RITSTJÓRI TEKUR VIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.