Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 13
Fagið05/05 sjúklinga inni á lokuðum vaktherbergjum. Slík skýrslugjöf er ekki mikils virði fyrir sjúklinginn. Hjúkrunarfræðingarnir ákváðu að færa skýrslugjöfina að rúmi sjúklings og verja þannig auknum tíma með sjúklingnum og gefa honum færi á að taka virkan þátt í umönnun sinni. Þetta þýddi að þegar skýrslugjöf er lokið hefur hjúkrunar- fræðingur hitt alla sjúklingana sína, farið yfir hjúkrunaráætlun þeirra og þannig lagt góðan grunn að næstu vakt. Hjúkrunarfræðingar verja umtalsverðum tíma í skráningu. Oftast er hún ekki framkvæmd samhliða störfum, heldur í skorpum rétt fyrir vaktaskipti. Þessi aðferð færir hjúkrunarfræðinga frá rúmi sjúklings í umtalsverðan tíma. Á Virginia Mason-sjúkrahúsinu voru settar tölvur inn á allar stofur, auk þess sem tölvukerfum var breytt þannig að þau studdu betur við dagleg störf og þá meðferð sem hjúkrunarfræðingar veita sjúklingum sínum. Straumlínustjórnun býður upp á marga möguleika til að gera góðar og gagnlegar breytingar í þágu sjúklinga. Á næstu misserum verður fjallað um ýmis verkfæri straumlínustjórnunar og sagt frá umbótaverkefnum á Landspítala hér í Tímariti hjúkrunarfræðinga.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.