Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 16
Fólkið02/04 „Það ríkti spenna meðal okkar hver yrði þúsundasti félaginn en það kom ekki í ljós fyrr en nælunni var nælt í mig við hátíðlega athöfn,“ sagði Lilja Pálsdóttir sem útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla Íslands 17. október 1970. Tveimur dögum seinna fékk hún inngöngu í Hjúkrunarfélag Íslands við hátíðlega athöfn. Hún reyndist þá vera þúsundasti félaginn en greint var frá því í 4. tbl. Tímarits Hjúkrunarfélags Íslands 1970. „Ég HaFði voða gaman af þessu og þetta vakti mikla athygli á vinnustaðnum. Á þessum tíma hafði ég hafið störf hjá handlækningar- deild karla og eftir útskrift þá báðu sjúklingarnir alltaf um Lilju númer þúsund þegar óskað var eftir mér.“ Nokkuð vatn hefur runnið til sjávar frá því að Lilja útskrifaðist og hefur fjöldi félaga í Hjúkrunarfélagi Íslands fjórfaldast. Og margt hefur breyst, flest til hins betra. „Í raun eru þetta gríðarlegar breytingar sem hafa orðið á þessum 45 árum þegar ég hugsa til baka. Sem betur fer! Það tíðkaðist til að mynda að við vorum á sjö næturvöktum með tvær deildir, eða ein hjúkka á vakt sem bar ábyrgð á 54 sjúklingum ásamt tveimur sjúkraliðum eða hjúkrunarnemum. Þetta væri aldrei samþykkt í dag,“ segir Lilja, en auk þess að annast sjúklinga suðu þær sprautur á næturnar og pökkuðu inn sótthreinsunarefnum. Þær létu þó ekki þar Eftir 45 ára farsælan starfsferil er Lilja Pálsdóttir nýhætt störfum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.