Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 20
FÉlagið02/09 Eins og allir vita lauk verkfalli hjúkrunarfræðinga með lögbanni og gerðardómur var látinn ákveða laun til næstu fjögurra ára. Hér er sagt frá kjarabaráttunni síðan í fyrrahaust og úrskurði gerðardóms. Í FEbrúar 2014 gerði Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Um var að ræða svokallaðan stöðugleikasamning til eins árs þar sem samið var um lágar launahækkanir til þess að halda niðri verðbólgu, og auka eða viðhalda kaupmætti. Samhliða þessum samningi var undirrituð viðræðuáætlun sem gilda átti fyrir næstu kjarasamningsviðræður. Lítið varð um efndir á þeirri viðræðuáætlun af hendi ríkisins, en seinni hluti síðasta árs og byrjun þessa einkenndist af kjarabaráttu annarra stétta sem töldu sig hafa setið eftir í launum. Fóru læknar þar fremstir í flokki. Þeir töldu sig hafa dregist aftur úr öðrum stéttum í dagvinnu- launum þegar borin er saman launaþróun þeirra og annarra stétta. Viðmiðunarpunktur þeirra var árið 2006. Í samanburðinum var gert ráð fyrir að allar stéttir væru með sömu laun á þeim tíma (sjá mynd 1). Samkvæmt þessum samanburði höfðu dagvinnulaun lækna einungis hækkað um 26%, en laun annarra stétta hækkað um 50- 65%. Dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga höfðu á þessu tímabili hækk- að um tæplega 57%. Að mati Fíh hefði verið réttara að bera saman mynd 1. Launaþróun nokkurra stétta miðað við launavísitölu 2006-14.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.