Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 25
FÉlagið07/09 fjallar um stofnanasamninga og einnig sömu bókanir og fylgt höfðu kjarasamningum sem felldir voru í byrjun júlí. Það var mat samninga- nefndar Fíh að bókanir væru mikilvægar fyrir hjúkrunarfræðinga og meginágreiningsefni milli Fíh og SNR snéri að 2. grein kjara- samningsins sem fjallaði um launahækkanir. Í bókunum þessum er fjallað um umræður um launaþróunartryggingu á samningstímanum milli stéttarfélaga, samtaka atvinnulífsins og ríkisins. Auk þess um fræðsluátak um stofnanasamninga fyrir stjórnendur og starfsmenn, endurskoðun á stofnanasamningum, hugsanlegar breytingar á 2. kafla kjarasamnings sem fjallar um vinnutíma á gildistíma samningsins, breytingar á veikindakafla kjarasamnings (12. kafla) og framlag ríkisins til að bæta stöðu styrktarsjóðs Fíh. Gerðardómur úrskurðaði um laun félagsmanna Fíh og BHM þann 14. ágúst 2015. Í úrskurði dómsins um kjör hjúkrunarfræðinga er kveðið á um að laun þeirra hækki að meðaltali um 25% á samningstíma- num. Gildistími úrskurðarins er frá 1. maí 2015 til 13. mars 2019. Launataflan sem félagsmenn fara eftir var leiðrétt af gerðardómi á þann hátt að 5% eru nú á milli flokka í stað 4.4-4.8% áður. Þetta leiddi til að meðaltali 2,03% hækkunar á launum í töflunni og var misjafnt milli launaflokka hvernig sú hækkun skiptist. Samkvæmt úrskurðinum munu laun hjúkrunarfræðinga hækka um 7.7% frá 1. maí 2015, 6.5% 1. júní 2016, 4.5% 1. júní 2017 og 3% 1. júní 2018. Þá fá hjúkrunarfræðingar sem eru í föstu starfi í desember 2018 og áfram í starfi í janúar 2019 greidda eingreiðslu að upphæð 70 þúsund krónur miðað við fullt starf. Þessi eingreiðsla er metin til um það bil 3% launahækkunar með vaktaálagi yfir þriggja mánaða tímabil. Er hún greidd til hjúkrunarfræðinga þar sem úrskurður gerðardóms er þremur mánuðum lengri en kjarasamningar á almennum markaði sem renna úr um áramót 2018-19. Þá er í úrskurðinum endurskoðun- arákvæði sem gerir félaginu kleift að fara fram á breytingar komi til launahækkana á almenna markaðnum. Auk þess getur félagið sagt Samkvæmt úrskurðinum munu laun hjúkrunar- fræðinga hækka um 7.7% frá 1. maí 2015, 6.5% 1. júní 2016, 4.5% 1. júní 2017 og 3% 1. júní 2018.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.