Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 33
Fagið06/09 Sýkingavarnir Handhreinsun er hornsteinn sýkinga- varna. Snertismit með höndum er langalgengasta smitleiðin á sjúkrahúsum (og utan) og um leið sú sem er auðveldast að rjúfa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin setti á laggirnar verkefnið „Clean Care is Safer care“ árið 2005. Verkefnið felst í fræðslu til starfsfólks um hvenær á að hreinsa hendur, bættu aðgengi að handspritti og skráningu á fylgni starfsmanna við handhreinsunarleiðbeiningar. Skilgreindar hafa verið fimm ábendingar fyrir handhreinsun sem eru sértækar fyrir heilbrigðisþjónustu og starfsfólk á undantekningalaust að hreinsa hendur við þær aðstæður. Handhreinsun þarf að fram- kvæma rétt og þeir sem sinna sjúklingum eiga ekki að bera skart á höndum eða vera í síðerma fatnaði (WHO, 2005). Árið 2005 skrifaði Siv Friðleifsdóttir þáverandi, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Snertismit með hönd- um er langalgengasta smitleiðin á sjúkra- húsum (og utan) og um leið sú sem er auðveldast að rjúfa. mynd 2. Munur á fylgni við handhreinsun fyrir og eftir innleiðingu verkefnisins „Með hreinum höndum“.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.