Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 39
Fólkið02/06 Í aðdraganda sameiningar hjúkrunarfélaganna tveggja 1994 var ákveðið að sameina tímaritin sem þá voru til, Tímarit Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga og Hjúkrun, tímarit Hjúkrunarfélags Íslands. Auglýst var eftir ritstjóra og fyrir valinu varð Þorgerður Ragnarsdóttir, þá nýkomin heim eftir Bandaríkjadvöl þar sem hún lauk meistaranámi í fjölmiðlafræði. þorgErður HaFði starfað við hjúkrun í átta ár, bæði hér á landi og í Danmörku, þegar hún ákvað að fara í fjölmiðlafræði sem þá var byrjað að kenna við HÍ. „Ég hef alltaf haft áhuga á miðlun, bæði fréttamiðlun og því hvernig heilbrigðisupplýsingum er komið til fólks, hvernig fólk leitar upplýsinga og vinnur úr þeim. Meðan ég var í fjölmiðlafræðinni sá ég auglýsta Fulbright-styrki og sótti um. Ég fékk styrk og lauk tveimur árum síðar meistaraprófi í fjölmiðlafræði frá háskólanum í Madison í Wisconsin-ríki,“ segir Þorgerður. Í náminu reyndi hún að tengja námsefnið við heilbrigðismiðlun. Stuttu eftir heimkomuna var auglýst staða ritstjóra á nýju blaði sem átti að koma á laggirnar við sameiningu hjúkrunarfélaganna. Þorgerður sótti um og fékk starfið. „Fyrst þegar ég kom til starfa á Suðurlandsbraut var ekki búið að sameina félögin og þá var Vilborg Ingólfsdóttir formaður Hjúkrunarfélags Íslands, sem þar var þegar til húsa. Ásta Möller var þá formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Eftir sameiningu félaganna tók Ásta við formennsku í nýstofnuðu Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Það var mjög gott að vinna á skrifstofu félagsins og góður andi. Það var hugur í hjúkrunarfræðingum eftir sameiningu félaganna og Ásta öflugur formaður,“ segir hún. Blaðið í mótun Ritstjórnarstefna nýja blaðsins mótaðist smám saman. „Þegar ég var ráðin voru uppi hugmyndir um að gefa út fræðiblað með ritrýndum greinum. Það þótti tímabært að hafa hreint fagblað sem bæði félögin stæðu að. Það var auglýst eftir greinum en svo bara leið og beið og greinarnar bárust mjög treglega. Þá voru aðrir tímar og mun færri hjúkrunarfræðingar með meistara- og doktorspróf en nú er. Það voru því fáir um að skrifa fræðilegar greinar til ritrýni. Líklega voru þessar hugmyndir um útgáfu aðeins ótímabærar. Samt tókst á endanum að safna greinum í fyrsta tölublaðið sem gefið var út undir nýjum

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.