Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 40
Fólkið03/06 formerkjum,“ segir Þorgerður. Hjúkrunarfræðingar höfðu miklar skoðanir á þessu tölublaði bæði hvað innihald og útlit varðaði. „Við fengum alveg að heyra það. Það kom fljótt í ljós að hreinræktað fræðiblað var ekki fyrir alla. Hjúkrunarfræðingar eru margir og með ólíkar áherslur. Sumir hugsa fræðilega en aðrir eru mjög klínískir. Hvoru tveggja eru mikilvægir eiginleikar fyrir fagið, starfið og stéttina, eins og sitt hvor hliðin á sama peningnum. Hvorugt getur án hins verið.“ Strax í upphafi voru mótaðar reglur um birtingu greina og reglurnar birtar í hverju tölublaði. Töluverðar umræður urðu um hvaða heimildakerfi ætti að nota. „Ég man að ég gerði heilmikla könnun á hvaða kerfi voru notuð í öllum hjúkrunarfræðiritum sem hægt var að nálgast á bókasafni Landspítalans. APA og Vancouver reyndust vega jafnt en þetta var tilfinningamál, bæði innanhúss í félaginu og meðal kennara náms- brautar í hjúkrunarfræði við HÍ. APA varð ofan á en það var kennt í námsbrautinni og hafði meiri þungavigt hér,“ segir Þorgerður. Það tók einnig tíma að finna rétta útlit blaðsins. Unnið var með grafískum hönnuði sem bjó erlendis. Fyrirmæli, teikningar með spássíustærð og hugmyndir um leturgerð gengu fram og til baka með faxi því þetta var fyrir tíma internetsins. Eftir sparnaðaruppeldi í danska heilbrigðiskerfinu fannst Þorgerði hún þurfa að sýna aðhald við útgáfu blaðsins og leitaði til þeirrar prentsmiðju sem bauð lægsta verðið en hún reyndist ekki nógu vel. „Við fengum alls kyns athugasemdir um útlitið, allt frá því að það væri reglulega ljótt yfir í að það væri mjög fallegt. Mér þykir vænt um þetta tölublað, þetta var tilraun og ég lærði margt á því að vinna það,“ segir hún. Á forsíðunni var prentað afrit af ritstjórnarpistli fyrsta tölublaðs 1925, en þar var sett fram ritstjórnarstefna sem hefur staðist alla tíð síðan og er í raun enn í gildi. Lesa má um hana hér í hliðargrein. „Með tímanum þróaðist blaðið í að vera bland af fræðigreinum, fréttatengdu efni og sögum af hjúkrunarfræðingum. Þá kom blaðið út oftar á ári og bið „Hjúkrunarfræðingar eru margir og með ólíkar áherslur. Sumir hugsa fræðilega en aðrir eru mjög klínískir. Hvoru tveggja eru mikilvægir eiginleikar fyrir fagið, starfið og stéttina.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.