Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 41
Fólkið04/06 eftir birtingu greina styttist. Það var reynt að hafa sem fjölbreyttust efnistök í blaðinu svo að það höfðaði til sem flestra hjúkrunarfræðinga.“ Fyrstu árin þurfti að fara í prent- smiðu með greinar á diskettu og myndir á filmu. „Ég var mjög mikið í prentsmiðjunni á meðan blaðið var sett upp. Það var þá hjá Steindórsprenti. Þar var þolinmótt og yndislegt fólk og samstarfið gekk mjög vel.“ Í önnur störf Eftir um fimm ára veru sem ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga fannst Þorgerði hana vanta reynslu á öðrum fjölmiðli. Hún varði þá sumarfríinu í að leysa af á fréttastofu Ríkisútvarpsins. „Þetta var mjög dýrmæt og skemmtileg reynsla og ég hefði gjarnan viljað vera þar lengur. En margir fréttamennirnir voru ráðnir í afleysingar í þrjá mánuði í einu og starfið frekar ótryggt. Ég hafði samt í huga að leggja út á þá braut en þau áform breyttust.“ Stuttu seinna var auglýst staða framkvæmdastjóra Áfengis- og vímuvarnarráðs og hún hvött til þess að sækja um. Hún sló til og fékk starfið. „Starfið var skemmtilegt og lifandi. Það fól í sér fjölbreytta samvinnu við fólk sem vann að áfengis- og vímuvörnum hjá ríki, sveitarfélögum og frjálsum félagasamtökum. Miðlun upplýsinga sem byggðust á niðurstöðum rannsókna og öðrum gögnum um stöðu mála var líka snar þáttur í þessu starfi. Áfengis- og vímuvarnaráð var til húsa í Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg og þar skapaðist ritStjÓrNArStEFNAN FrÁ 1925 „Við eigum að skrifa það allar. Við eigum að leggja það besta af þekkingu okkar og reynslu, af trú á málstað okkar og framsóknarhug. Undir það er líf þess komið. Þegar það kemur til þín fátæklegt, þá áttu að minnast þess fyrst að þú hafir sjálf brugðist því.“ Fyrsta tÖlublað tÍmarits Hjúk- runarFræðinga. Í bakgrunni sést forsíða fyrsta tölublaðs Tímarits Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna 1925 og texti ritstjórnarpistils.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.