Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 43
Fólkið06/06 fyrir sér Florence með lampann. Í hjúkrunarnámi og starfi lærum við hins vegar að beita lausnarmiðuðum aðferðum sem koma að gagni við fjölbreyttar aðstæður og í samskiptum við fólk.“ Sjálfstæður rekstur Undanfarið ár hefur Þorgerður verið með eigið verkefni í þróun en er ekki tilbúin til að greina frá því að svo stöddu. „Mig langar að athuga hvort ég geti skapað verkefni sem stendur undir sér og sem ég get kannski haft svolitlar tekjur af. Ég fór í haust í Brautargengi sem er námskeið fyrir konur á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar um hvernig stofna eigi fyrirtæki. Svo er bara að sjá hvort hugmyndin gengur upp. Á þessu ári hef ég líka verið sjálfboðaliði í flóttamannaverkefni Rauða krossins og verið stuðningsaðili fyrir sýrlenska fjölskyldu sem kom hingað í febrúar.“ Frá í vor hefur hún einnig snúið aftur til upphafsins, ef svo má segja, og unnið á líknardeildinni í Kópavogi. „Það er gott að vinna á líknardeildinni með frábærum hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem hafa ráð undir rifi hverju. Ég vona að yfirstjórn heilbrigðismála í landinu geri sér grein fyrir mikilvægi þess starfs sem þar er unnið“, segir hún. Svo hefur Þorgerður snúið aftur til blaðsins en á aðalfundi félags- ins í maí sl. var hún kosin í ritnefnd. Það verður mikill fengur fyrir Tímarit hjúkrunarfræðinga að fá slíkan reynslubolta í hóp hjúkrunar- fræðinga sem vinna við útgáfu blaðsins. „Ég hlakka til að vinna með ritnefndinni að rafrænni útgáfu tímaritsins. Öll útgáfa og miðlun hefur breyst mikið frá því ég ritstýrði blaðinu á sínum tíma. Pappírinn hörfar en rafræn útgáfa og samfélagsmiðlar taka yfir. Það verður spennandi að taka þátt í að skapa nýjan vettvang fyrir fræðilega umfjöllun og umræðu um hjúkrun á næstu árum.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.