Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 44
GUÐRÚN GUÐNADÓTTIR, 1929-2015 KVEÐJA FRÁ FÉLAGI ÍSLENSKRA HJÚKRUNAR FRÆÐINGA Guðrún Guðnadóttir heiðursfélagi í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga er látin. Guðrún útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1957. Hún lauk framhaldsnámi í geðhjúkrun við Nýja hjúkrunarskólann árið 1983. FÉlagið 01/02 guðrún starFaði fyrstu ár sín sem hjúkrunar- fræðingur á skurðstofu og skurðdeildum bæði hér heima og í Danmörku. Starfsferill Guðrúnar hefur þó að mestu leyti verið bundinn við geðsvið og varð hún hjúkrunarframkvæmdarstjóri á Kleppsspítala 1964. Guðrún lét af störfum árið 1998. Guðrún var í gegnum tíðina virk í félagsstörfum fyrir hjúkrunarfræðinga. Hún var af þeirri kynslóð sem þótti sjálfsagt að vinna ómæld sjálfboðastörf fyrir félagið sitt og lét hún ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Guðrún sat bæði í stjórn deildar geðhjúkrun- arfræðinga og stjórn deildar hjúkrunarforstjóra og hjúkrunarframkvæmdastjóra í Hjúkrunarfélagi Íslands. Hún var í áraraðir í ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga og vann að útgáfu hjúkrunar- kvenna- og hjúkrunarfræðingatals ásamt allstórum hópi hjúkrunarfræðinga. Hópurinn hittist eitt kvöld í viku, mánuðum og misserum saman við undirbún- inginn. Guðrún vann að útgáfu allra þriggja bókanna sem út komu á árunum 1969, 1979 og 1992. Hún gaf þannig félaginu ómældan tíma sinn, þekkingu og elju. Guðrún sat í stjórn öldungadeildar Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga í 19 ár, frá árinu 1996 fram til vors 2015. Hún var gjaldkeri deildarinnar óslitið frá 1999. Guðrún var virk í starfi guðrún guðnadóttir var fædd 29. janúar 1929 og lést 6. ágúst 2015. Hún var gerð að heiðursfélaga í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga 2007.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.