Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 55
FÉlagið03/06 heilsugæslustöðva, heimaþjónustu, sem og þjónustu hjúkrunarheimila og bráðasjúkrahúsa. Öldrunarhjúkrun er því sú sérgrein hjúkrunar sem mun vaxa hvað mest í náinni framtíð þar sem fjölgun aldraðra mun kalla á aukna þjónustu í öllu heilbrigðiskerfinu. Til að takast á við þessa þróun þarf að fjölga fagfólki sem sinna öldruðum bæði þeim sem búa í heimahúsum og inni á hjúkrunar- heimilum. Erlendar rannsóknir sýna að hlutfall fagmenntaðs starfs- fólks skiptir máli varðandi gæði hjúkrunar og líðan einstaklinganna. Aldraðir einstaklingar búa nú lengur í heimahúsum en áður og koma því veikari inn á hjúkrunarheimilin en fyrir nokkrum árum. Því fylgir þörf fyrir sífellt flóknari og sér- hæfðari hjúkrun. Þörf fyrir hjúkrunarfræðinga sem sérmennta sig í öldrunarhjúkrun og líknarmeðferð eykst því stöðugt. Einnig þarf að fjölga stöðum sérfræðinga í öldrunar- hjúkrun á næstu árum, þar sem þeir eru klínískir leiðtogar á sínu sviði. Þeir sinna sérhæfðri hjúkrunarmeðferð og veita samstarfsfólki, sjúklingum og aðstand- endum ráðgjöf varðandi meðferð og lausnir til betri heilsu, ásamt því að vinna að rannsóknum og innleiðingu gagnreyndrar þekkingar í öldrunarhjúkrun. Það er því mikilvægt að þeir sem stýra heilbrigðisþjónustunni geri sér grein fyrir hversu mikilvægt er að efla hjúkrun aldraðra. Nauðsynlegt er að yfirvöld komi með skýra stefnu í málefnum aldraðra og skilgreini þá þjónustu sem veita skal í framtíðinni. Til að tryggja öldruðum þá þjónustu sem þeir þarfnast er nauðsynlegt að gerðir verði kostnaðargreindir þjónustusamningar við allar þær stofnanir sem sinna öldruðum. Í þjónustusamningi skal kveða skýrt á um hvers konar þjónustu skuli veita, magn hjúkrunarþjónustunnar og gæði, hver aðbúnaðurinn skuli vera, gæðastaðlar skilgreindir og hvert Í rÁðGjAFAHÓpNUM SÁtU EFtir- tALdir HjÚkrUNArFræðiNGAr: n Erla Einarsdóttir, for- stöðumaður, Drafnarhúss dagþjálfun, n Eva K. Hreinsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur, Heilsugæslunni Hlíðum, n Guðlaug Guðmundsdóttir, aðstoðardeildarstjóri, göngudeild L1, Landakoti, flæðisviði LSH, n Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í hjúkrun á flæðisviði LSH, n Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, hjúkr- unarstjóri, Sóltúni hjúkrunarheimili, n Sigrún Faulk, hjúkr- unarforstjóri, Grund hjúkrunarheimili, n Þórdís Magnúsdóttir, forstöðumaður hjúkrunar, Heimaþjónustu Reykjavíkur.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.