Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 58
FÉlagið06/06 hjúkrunarþarfir aldraðra og þurfa því að hafa yfirsýn yfir heilbrigð- isþjónustuna og þekkja þau úrræði sem eru í boði til að tryggja sem best að aldraðir fái viðeigandi þjónustu á þeim stað og tíma sem hentar best í hverju tilviki fyrir sig. Fjölga þarf hjúkrunarfræðingum með sérþekkingu í öldrunar- hjúkrun og sérfræðingum í hjúkrun aldraðra til að endurbæta megi og efla þá þjónustu sem þessi sístækkandi hópur þarf á að halda í náinni framtíð. Til að svo megi verða þarf að gera öldrunarhjúkrun áhuga- verðan kost fyrir hjúkrunarfræðinga. Það má gera með því meðal annars að fjölga stöðugildum, bæta kjör þeirra og vinnuaðstæður á stofnunum og í heimahúsum, auðvelda þeim að sækja sér símenntun og viðbótarmenntun og þátttöku í umbótar- og gæðaverkefnum og innleiðingu gagnreyndrar þekkingar í hjúkrun. Hjúkrunarfræðingar eiga að stýra heilbrigðisþjónustu aldraðra á öldrunarstofnunum. Þeir hafa til þess þekkingu, reynslu og heildræna sýn. Þverfagleg samvinna þeirra fagstétta sem sinna þjónustu við aldraða er mikilvæg til að tryggja heildarhagsmuni þeirra. Skýrsluna má sjá í heild sinni á http://hjukrun.is/skyrslur/.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.