Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 60
þankastrik02/03 mEð árunum hef ég hugsað æ meira um mikilvægi klínískrar reynslu í hjúkrunarstarfinu. Samhliða því að mín eigin reynsla hefur vaxið í gegnum áratugi í starfi þá skynja ég æ betur mikilvægi hennar. Klínísk reynsla er mikilvægara en flest annað í hjúkrun því hún eflir ekki að- eins fræðilega þekkingu heldur er hún algjör grunnur að færni okkar. Í starfi mínu upplifi ég hins vegar að vinnuveitendur og yfirstjórn- endur hjúkrunarfræðinga meta ekki mikilvægi þessarar reynslu á sama hátt. Þetta fullyrði ég meðal annars út frá þeirri svörun sem felast í laununum og þá á ég við að það er alltof lítill munur á launum þeirra sem eru reynslulausir eða reynslumiklir. Með launamuninum er verið að senda þau skilaboð að störf okkar séu svo almenn og lítill munur á framlagi hvers og eins, hvort sem viðkomandi er „hokinn“ af reynslu eða að taka sín fyrstu skref í starfi. Viðhorf ráðamanna virðast vera að líta á hjúkrunarfræðinga sem einsleitan hóp þar sem auð- veldlega er hægt að skipta út einstaklingunum og andinn „það kemur alltaf maður í manns stað” svífur yfir vötnunum. Færni og reynsla, sem er að mínu mati kjarninn í mannauðnum, er að litlu leyti metin og sorglega lítið gert til að hlúa að og halda í þá einstaklinga sem búa yfir ríkri klínískri færni. Að mínu mati felst í menntastefnu stéttarinnar vanmat á klínískum störfum, og þá sérstaklega klínískri reynslu. Nú er svo komið að fram- haldsmenntun eða meistaranám í hjúkrun, sem á að leiða til klínísk- rar sérhæfingar, er að megninu til fræðilegt. Starfstengt diplómanám í svæfingu og skurðhjúkrun og síðan embættispróf ljósmæðra eru í raun einu klínísku námsmöguleikarnir sem boðið er upp á í dag. Það má ekki skilja á þessu skrifum mínum að verið sé að draga úr mikilvægi þess að efla fræðilega þekkingu og rannsóknir. En er þörf á því að allir sem fara í framhaldsnám í hjúkrun þurfi að taka sérstök námskeið í aðferðafræði og tölfræði og þjálfast í rannsóknarvinnu? Margir hjúkrunarfræðingar vilja dýpka klíníska þekkingu sína á ýmsum sérsviðum en sjá ekki tilgang í því að fara í framhaldsnám hérna heima, því það veitir ekki þá þjálfun og þekkingu sem sóst er eftir. Ég hef aldrei getað skilið af hverju til dæmis læknar geta öðlast sína sérhæfingu að mestu eða öllu leyti með klínískri þjálfun á meðan hjúkrunarfræðingar í meistaranámi eyða megninu af námstímanum við eitthvað allt annað. Er þá hjúkrun eitthvað minna klínískt fag en læknisfræði?

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.