Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 61
þankastrik03/03 Hjúkrunarstörf hafa gjörbreyst frá því sem áður var og má jafnvel fullyrða að fá störf hafi breyst og þróast jafn mikið. Framþróun hefur verið gífurleg í meðferð og umönnun veikra og sérhæfing eykst sífellt, sem krefst aukinnar þekkingar og færni hjúkrunarfræðinga á hverju sviði fyrir sig. Til að bregðast við þessum breytingum tel ég mikla þörf á að auka framboð á starfstengdu diplómanámi á sérhæfðustu sviðunum, svo sem í bráðahjúkrun, gjörgæsluhjúkrun, geðhjúkrun, barnahjúkrun og krabbameinshjúkrun. Eins og nafnið gefur til kynna er námið fyrst og fremst starfstengt og er í raun klínísk þjálfun í þeirri sérgrein sem hjúkrunarfræðingurinn velur og starfar jafnvel þegar á. Að mínu mati væri þetta sú markvissa starfsþróun sem margir hjúk- runarfræðingar eru að leita eftir og er í raun leið til að fá formlega viðurkenningu á sinni klínísku reynslu. Ég skora á Áslaugu Arnoldsdóttur að skrifa næsta þankastrik. Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.