Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 9
FORMÁLI
V
mikill skyldleiki með þeim og sjóræningjum. Sjóræningjasög-
urnar gerast bæði hérlendis og erlendis; er á þeim mikill
æfintýrabragur og binda þær sig að þvi leyti við fjórtánda
flokkinn, æfintýrin, sem yfirleitt eru hvorki bundin við
stund né stað, eru allra þjóðsagna fjarskyldastar veru-
leikanum, en bera vott um hugmyndaauð og skáldskapar-
gnótt þjóðarinnar betur en nokkrar aðrar þjóðsögur. 1 þeim
birtast oft allar tegundir þjóðtrúarinnar. Þau eru allra
þjóðsagna elztar, en eru þó allt af að skapast og fá nýjan og
nýjan blæ, eftir því sem kjör þjóðarinnar, trúar- og siðferðis-
hugmyndir breytast.
/ fimmtánda og síðasta flokkinn set eg kímnisögurnar«.
Flestar sögurnar hef eg skrifað undir prentun, fært marg-
ar þeirra til betra máls, stytt sumar að mun, en bætt nokkru
inn í sumar, sérstaklega ártölum og öðru því, sem gat tíma-
bundið viðburðina eða verið efninu að öðru leyti til skýring-
ar. Vona eg að skrásetjurum þyki eg ekki hafa með því lýtt
verk þeirra.
Svo má heita, að eg hafi lesið allar prófarkir að hindinu
og er því mér mest um að kenna, að nokkrar prentvillur og
nokkurt ósamræmi í rithætti hefur slæðzt með. Bið eg al-
menning velvirðingar á því.
Kristnesi í ágústmánuði 1931.
Jónas Rafnar.