Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 79
SAGAN AF FJALLA-GUÐRÚNU
59
urðu mennirnir hræddir, því að röddin var ógurleg,
og hlupu þeir brott.
18.
Sagan af Fjalla-Guiín'mn.
(Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar; frásögn Ásdísar
ölafsdóttur frá Vallakoti í Reykjadal).
Þorsteinn hefur maður heitið: hann bjó á Foss-
völlum, yzta bæ á Jökuldal í Norður-Múlasýslu,
norðvestanvert við Jökulsá á Brú; kona hans hét
Hjálmgerður. Þau hjón áttu tvö börn, Jón og Guð-
rúnu; hún var fríð sýnum og hann hinn mannvæn-
legasti. Mikið var ástríki þeirra systkina og varð
það um of, svo að af því leiddi óleyfileg ást og að
lokum varð Guðrún þunguð af völdum bróður síns.
Þá var Stóridómur í lögum á landi hér, svo að þau
vissu vel, hvað við lá slíku broti sem þessu. Guðrún
kemur þá að máli við bróður sinn og segir honum,
hvernig komið sé hennar hag; biður hún hann að
forða sér og flýja brott á náttarþeli, áður en þau
verði uppvís að hrösun sinni; »en eg ætla að láta
guð og hamingjuna ráða, hvað um mig verður, en
eg vil að þú frelsist úr böðuls höndum. Eg er líka
komin svo langt á leið, að eg get ekki forðað mér
héðan af. Þú getur farið huldu höfði og tekið þér
annað nafn«. Jón mælti: »Heldur vil eg deyja með
þér, systir, úr því að eg get ekki frelsað þig með
mér; hef eg líka fyllilega til þess unnið«. Guðrún
bað hann að gera þetta fyrir sína bæn og lét hann
að lokum að fortölum hennar. Kvöddust þau innilega