Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 39
FRÁ ODI)I STERKA 19
klæddur og tók Ströndungi einkar-vel; hinn tók því
íalega í fyrstu, en þó gat Oddur um síðir, með allri
alúð og beinleika, komið honum til að þiggja greiða
og ný utanhafnarföt, er hann gaf honum í stað
hinna rifnu. Ströndungur hélt kyrru fyrir á Melum
yfir sunnudaginn í góðu yfirlæti, en á mánudaginn
i'ylgdi Oddur honum fram á Heljardalsheiði og
skildu þeir góðir vinir.
Fyrir neðan túnið á Mélum er aurdrag nokkurt,
sem kallað er Kíll; er það að líkindum árfarvegur
forn, sem fyllzt hefur af leir og leðju; eru þar djúpir
dýjapyttir, sem hættulegir eru skepnum, einkum
stórgripum; bakkar eru í kring, gljúpir og vatns-
étnir. Það bar við eitt vor á Melum, þegar kýr voru
komnar út, að ein þeirra féll í Kílinn; karlmenn
voru engir heima til að bjarga henui, en konur
treystust eigi til að draga hana upp úr. Oddur bóndi
var þá orðinn gamall mjög og tekinn að gerast
hrumur; var honum sagt frá þessu og sagði hann þá,
að reyna mætti að leiða sig ofan að Kílnum og vita,
hvort hann gæti nokkuð að gert. Var hann þá leidd-
ur ofan eftir og fram á bakkann svo tæpt sem mátti;
laut hann niður og bað að reyna að koma eyrum kýr-
innar í greipar sér. Þetta tókst; gerði hann þá snöggt
viðbragð og kippti kúnni upp á bakkann; þótti það
þrekvirki mikið, af svo gömlum manni. Kýrin var
æfinlega slapeyrð upp frá þessu.
Þetta var hið síðasta karlmennskuátak Odds á
Melum, því að skömmu eftir þetta lagðist hann í
rekkju og dó, og hugðu margir að hann hefði reynt
of mikið á sig við þetta atvik, svo gamall maður.
Oddur var hinn mesti smiður og gildur bóndi. Kyn-
6rlma 1
2