Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 65
DVERGURINN OG SMALADRENGURINN EINFÆTTI 45
hentu margir jafnaldrar hans gaman að honum,
þegar hann var að hrökklast á einum fæti með hækj-
ur sínar. Hafði hann hina mestu raun af þessu lík-
amslýti sínu, og grét oft í einrúmi yfir því, þótt
hann skildi eigi til fullnustu, hvað það hefði að
þýða fyrir framtíð hans. Guðrún bóndadóttir var
honum bezt allra á heimilinu og svo bróðir hennar,
sem þó var nokkru eldri. Um sumarið eftir átti Sig-
þór litli að reyna að vera hjá ánum á daginn, en
sonur bónda fylgdi honum með þær í hagann á
hverjum morgni. Oft veitti honum erfitt að hemja
ærnar, en hann möglaði aldrei, hversu þreyttur sem
hann var, svo að allir héldu, að honum væri hjáset-
an leikur einn. — Einn dag, skömmu eftir fráfær-
ur, gekk Sigþór litla venju fremur illa að hemja
ærnar fyrri hluta dagsins, svo að hann var örmagna
af þreytu. En þegar á leið daginn, fóru ærnar að
spekjast. Settist hann þá niður undir stórum steini,
sem kallaður var »Dvergasteinn«. Stóð sá steinn
einn sér á holti í nánd við þann stað, sem Sigþór
var vanur að sitja ærnar. Hann var líkur í lögun
litlu húsi, og hafði Sigþór gaman af að dvelja þar
öllum stundum, sem hann gat, og kallaði hann bæ-
ínn sinn. Hann hafði líka heyrt talað um dverga,
sem byggi í steinum, og honum fannst það ekki ó-
líklegt, að dvergar kynni að búa í þessum steini,
fyrst hann hét »Dvergasteinn«. — Þarna sat nú Sig-
þór litli og var að hugsa um dvergana, hvort þeir
myndi vera til, eða hvort þeir myndi geta búið í
þessum steini; og af því að hann var svo lúinn, þá
sofnaði hann undir steininum. Dreymir hann þá, að
lítill maður í hvítum klæðum kemur til hans, og
heldur á gullsprota í annari hendinni. Hann heilsar