Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 76
56
LOÐINKINNA TRÖLLKONA
ast, að hann muni gefa hverjum þeim manni dóttur
sína, sem færi sér hana heila á hófi. Verður það
þegar hljóðbært um allar næstu sveitir. Þótti mörg-
um þar til mikils að vinna, og fjölgaði brátt leitar-
mönnunum. Þetta spyrst og á heimili foreldra Þor-
geirs. Fer þá Þorgeir eftir ráði Helgu til prests, og
býður honum að leita dóttur hans, ef hann vilji unna
sér ráðahags við hana, sem hann hafi heitið hverj-
um sem fyndi hana. En prestur biður hann að gabba
sig ekki; sé sér annað í hug en að svíkja þann mann
sem fyndi hana. Við það fer Þorgeir heim og segir
Helgu orð föður hennar. Fer svo Þorgeir með hana
heim til föður hennar. Má nærri geta hve feginn
hann varð komu hennar, og svo móðir hennar og allt
heimafólk. Er nú Helga föstnuð Þorgeiri, með fús-
um vilja hennar. Síðan býr Þorgeir sig af stað með
marga hesta og við annan mann til þess að sækja
fjármuni tröllanna í hellinn. Fundu þeir hellinn í
hraunkambi í útjaðri afréttarins, því að Þorgeir
hafði sett vel á sig leiðina, þótt dimmt væri um nótt-
ina, er þau Helga flýðu til byggða. En er þeir komu
inn í hellinn, sáu þeir að eldur logaði á skíðum og
tröllkona, stór og illúðleg sat innan við eldinn og
steikti kjöt á járnteini. Hún stendur þegar upp, er
hún verður vör við mennina, og ræður á Þorgeir af
mikilli grimmd. Taka þau fangbrögðum, en það
finnur Þorgeir, að hann hafði ekki hálft afl við tröll-
ið, og lætur berast undan víða um hellinn. En svo
er hann mjúkur, að skessan kemur honum eigi af
fótunum. Þó mæðist Þorgeir brátt og sér sitt ó-
vænna, ef þau eigi lengi þessi fangbrögð. Heitir
hann þá á kraft krossins, til þess að yfirstíga tröll
þetta. Þá er sem flagðkonan missi allan mátt, og