Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 69
LOÐINKINNA TRÖLLKONA 49
16.
Loðliikinna tröllkona.
(Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar).
Einu sinni fyrir löngu síðan bjuggu karl og kerl-
ing í koti. Þau áttu sér einn son, sem Þorgeir hét.
Hann lá í öskustó móður sinnar, og nennti aldrei að
taka handarvik til gagns. En stór var hann og sterk-
ur, því að ekki dró móðir hans við hann matinn.
Hafði hún á honum hið mesta dálæti. En fátt var á
milli þeirra feðganna, og hafði karl orð á því, að
aldrei myndi verða maður úr stráknum. Kerling
sagðist ekki trúa því, að ekki yrði maður úr honum
Geira sínum; og varð þetta að deiluefni milli þeirra
karls og kerlingar á stundum.
Nú verður að geta fleiri manna, sem koma við
þessa sögu. Prestur einn gamall bjó þar í sveit-
inni. Var hann vellríkur. Hann átti margt barna, en
þau koma eigi við þessa sögu önnur en yngsta dóttir
hans. Hún hét Helga. Var hún fríð sýnum og hinn
bezti kvenkostur í sínu byggðarlagi. Margir urðu til
þess að biðja hennar, bændur og ríkra manna synir,
en hún neitaði öllum og bar fyrir bernsku sína og
ást til foreldra sinna; kvaðst eigi mundu við þau
skilja að sinni. Varð svo að vera, sem hún vildi, þótt
mörgum þætti sér misboðið með neitun hennar, því
að faðir hennar lét sig þau mál engu skifta og þótti
vel, að hún vildi ekki fara að heiman, því að hann
unni henni mjög.
Líður svo fram um hríð, og bar ekki til tíðinda.
— Þá var það eítt vor, er reka skyldi lömb frá stekk
til afréttar, að Helga bað föður sinn að lofa sér að