Gríma - 01.11.1929, Page 69

Gríma - 01.11.1929, Page 69
LOÐINKINNA TRÖLLKONA 49 16. Loðliikinna tröllkona. (Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar). Einu sinni fyrir löngu síðan bjuggu karl og kerl- ing í koti. Þau áttu sér einn son, sem Þorgeir hét. Hann lá í öskustó móður sinnar, og nennti aldrei að taka handarvik til gagns. En stór var hann og sterk- ur, því að ekki dró móðir hans við hann matinn. Hafði hún á honum hið mesta dálæti. En fátt var á milli þeirra feðganna, og hafði karl orð á því, að aldrei myndi verða maður úr stráknum. Kerling sagðist ekki trúa því, að ekki yrði maður úr honum Geira sínum; og varð þetta að deiluefni milli þeirra karls og kerlingar á stundum. Nú verður að geta fleiri manna, sem koma við þessa sögu. Prestur einn gamall bjó þar í sveit- inni. Var hann vellríkur. Hann átti margt barna, en þau koma eigi við þessa sögu önnur en yngsta dóttir hans. Hún hét Helga. Var hún fríð sýnum og hinn bezti kvenkostur í sínu byggðarlagi. Margir urðu til þess að biðja hennar, bændur og ríkra manna synir, en hún neitaði öllum og bar fyrir bernsku sína og ást til foreldra sinna; kvaðst eigi mundu við þau skilja að sinni. Varð svo að vera, sem hún vildi, þótt mörgum þætti sér misboðið með neitun hennar, því að faðir hennar lét sig þau mál engu skifta og þótti vel, að hún vildi ekki fara að heiman, því að hann unni henni mjög. Líður svo fram um hríð, og bar ekki til tíðinda. — Þá var það eítt vor, er reka skyldi lömb frá stekk til afréttar, að Helga bað föður sinn að lofa sér að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.