Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 68
48
LANDGÆÐIN A GLEKÁRDAL
um í völvu-rúnum. Hún geymir hringinn eins og
helgan dóm og lætur engan vita um hann, en segir
heimilisfólkinu drauminn að öðru leyti. Verður
mönnum þá hughægra og er ekki leitað að drengn-
um eftir þetta. En að mánuði liðnum kemur Sigþór
heim, og er þá heilfættur, og gengur sem aðrir
menn. Þótti öllum þetta hið furðulegasta kraftaverk,
og sagði drengurinn með hverjum hætti það hefði
orðið. Eftir það er hann þar hjá þeim hjónum til
fullorðins ára. óx fótur sá, sem dvergurinn hafði
gefið honum, jafnt og hinn, og sást eigi annað á hon-
um en ör um hné. Var Sigþór hinn gervilegasti mað-
ur. Jafnan fór vel á með þeim Guðrúnu bóndadóttur,
og þar kom, að Sigþór bað hennar. Var það auðsótt
mál við hana og vildi faðir hennar eigi á móti mæla
vilja hennar. Þá sýndi hún öllum hringinn, sem
dvergurinn hafði gefið henni nóttina eftir að Sig-
þór hvarf, er hann var læknaður. Þótti þá sem
dvergurinn mundi svo hafa til ætlazt, að Sigþór
einn nyti hennar. Eftir það giftast þau, og lifðu
bæði til elli í farsælu hjónabandi. Lýkur svo sögu
þessari.
16.
Landgæðin á Glerárdal.
(Handrit Þorsteins M. Jónssonar. Sögn Páls Árdals, 1929).
Karl nokkur var eitt sinn að hæla landgæðunum
á Glerárdal í Eyjafirði og sagði: »Ef eg væri sauð-
ur, skyldi eg ganga á Glerárdal á sumrin og leggja
mig með tveim fjórðungum mörs á hverju haustk.