Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 80
60
SAGAN AF FJALLA-GUÐRÚNU
og báðu vel hvort fyrir öðru. — Nóttina eftir hvarf
Jón af heimilinu og leyndist burtu; tók hann sér
annað nafn og fór huldu höfði þannig um hríð, svo
að hann fannst eigi, hversu vel sem hans var leitað.
Hvarf Jóns og þykkt Guðrúnar drógu bí’áðlega
skýlu frá augum manna, svo að allir þóttust vita,
hversu komið væri. Var gengið á Guðrúnu og varð
hún að játa hið sanna, að Jón bróðir hennar ætti
barn það, er hún gekk með. Voru hafðar sterkar
vörzlur á henni, þangað til hún laggðist á sæng og
ól sveinbarn; skyldi það borið til skírnar, þegar
hún stígi af sæng, en það varð næsta drottinsdag
þar á eftir; fór þá allt heimilsfólk frá Fossvöllum til
tíða, en Guðrúnu var ekki treyst til að fylgja barni
sínu til skírnar. Af því að menn vissu, hvílík áræð-
is- og atgerfiskona Guðrún var, þá var fenginn
maður að úr sveitinni til þess að gæta hennar á
meðan fólkið væri að heiman. Það var vinnumaður
einn, illur og þrællundaður, sem aldrei sýndi af sér
miskunnarbragð. Svo var háttað, að engir gluggar
voru svo stórir á baðstofu, að maður gæti smogið þar
út um, né nein önnur smuga til útkomu. Vörðurinn
settist því í bæjardyr og uggði ekki að sér. Guðrún
var þó ekki aðgerðaiiaus; hún vissi að um lífið var
að tefla og ætlaði að forða sér á flótta, ef hún gæti
á nokkurn hátt komið því við. Hún tók því poka,
tíndi í hann nokkuð af matvælum og auk þess ýmis-
leg áhöld, sem að gagni máttu verða, t. d. tinnu og
önnur eldfæri, hnífa, spunasnældu sína, pottgrýtu,
rekublað o. fl. Hafði hún gát á verðinum í bæjardyr-
unum og tók bráðlega eftir því, að hann fór að
draga ísur í sæti sínu og svo fór hann að hrjóta.
Sætti Guðrún þá lagi og læddist fram hjá honum