Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 101
TÓMAS AÐ NAUTABÚl
81
ar hann kom í húsið, ætlaði hann að taka rekuna, en
þá var hún horfin og fann hann hana hvergi, hvern-
ig sem hann leitaði. Leið svo af veturinn. Vorið eftir
var húsið rifið, enda var það æfagamalt orðið og
farið að viðum. Þegar verið var að rífa niður annan
hliðarvegg hússins, var komið ofan á mannsbeina-
grind, og lá rekan horfna hjá beinum þessum. Mað-
urinn, sem fyrir villunni varð um veturinn, sá að
þetta var einmitt á sama stað, sem dyrnar höfðu
opnast fyrir honum. Beinin voru upp tekin og jörð-
uð í kirkjugarði og bar aldrei á neinu upp frá því
á þessum stað. — Veit enginn, hvernig á beinum
þessum stóð.
23.
Tdrnas á NantaMi.
(Þorsteinn M. Jónsson skrifaði eftir hndr. Jóns Árnason-
ar frá Stóra-Vatnsskarði í Skagafirði, 1906).
Fyrir eitthvað 70 árum bjó bóndi sá á Nautabúi í
Skagafirði, er Tómas hét, og var það mál manna, að
hann vissi jafnlangt nefi sínu; sannar eftirfylgj-
andi saga það, en hana sagði mér Skúli nokkur
Árnason, sem enn er á lífi og nær áttræður, og
kvaðst hann, þegar hann var drengur, hafa séð Tóm-
as þennan. Skammt frá Nautabúi er bær sá, er
Brekkukot heitir. Þegar Tómas bjó að Nautabúi, bjó
bóndi sá í Brekkukoti, er Skúli hét, rammur að afli.
Einhverju sinni bar svo við að kerling ein, afgömul,
dó þar í sveitinni, og var jörðuð að Mælifelli. Þá var
prestur á Mælifelli séra Jón Konráðsson1. Nokkru
1 Hann var prestur á Mælifelli frá 1810—1850.