Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 59
HAFMAÐUR HEFNIR SIN
39
12.
Hafmaðnr hefnlr sín.
(Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar).
Fyrir löngu síðan bar svo við á bæ einum á norð-
vesturlandi að um það leyti, að fólk alt var sezt að
í baðstofu, heyrðist hávaði og umgangur frammi í
bænum, en hvorki var barið að dyrum né guðað á
glugga. Þetta var í skammdeginu og vant að loka
bænum, þegar allir voru komnir inn á kvöldin og
svo hafði verið í þetta skifti. Þegar engin komukind
gerði vart við sig, fór bónda að leiðast frammigölt-
ur þetta, brá upp ljóstýru og snaraðist fram; en
bráðlega hörfaði hann aftur inn í baðstofuna og sáu
heimamenn, að honum var brugðið. Skipaði hann
fólkinu að sitja grafkyrt og mæla ekki orð, því að
hér væri gestur á ferð, sem bezt væri að hafa sem
minnst mök við, greip sveðju eina mikla eða skálm
og settist á rúm sitt. Nú heyrðist rjálað við bað-
stofuhurðina og inn á gólfið kom stórvaxin skepna
í mannsmynd; þóttist fólkið vita, að það mundi haf-
maður vera. Hann var gildari en menn gerast, nefið
stórt og flatt, augun smá og lágu úti á vöngum, hárið
var líkast hrúðurkörlum, hendur breiðar með gild-
um, stuttum fingrum, fætur stórir með löngum tám,
búkurinn allur dökkgrár og þó dekkri á bakinu.
Fólkið varð allt sem steini lostið af skelfingu og
þorði ekki að hreyfa legg né lið. Hafmaðurinn stað-
næmdist á miðju gólfi, hrissti sig lítið eitt og skim-
aði um alla baðstofuna og varð sérstaklega starsýnt
á ljósið. Bóndi hélt um skaftið á skálminni og var