Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 63
SAGAN AP GRÍMÓLFI SMALA
43
Grímúlfur minn góði,
gakk héðan frjáls.
Lítil eru launin,
lokin vart til hálfs.
Áður gerði eg ærða þrjá;
ærnar mínar vildu’ eí sjá
síður þeim að sitja hjá;
— svona fóru þeir, en einn
niður datt sem dauður steinn.
Þú hefur unnið tryggða til,
tak það litla, sem eg vil
sýna þér í setulaun,
sjálfur kendu enga raun.
í sama bili opnaðist steinninn og kom út undur-
fögur kona; hafði hún pyngju mikla í hendi, rétti
hana Grímúlfi og bað hann njóta vel. Eftir það
hvarf konan í steininn, en Grímúlfur fór heim með
ær sínar. Næstu nótt dreymdi hann draum, sem
hann réði þannig, að annað ætti fyrir honum að
liggja en að smala ám. Eftir það fór hann til prests-
ins aftur og sagði honum frá því, sem fyrir hann
hafði borið og sýndi honum pyngjuna til sanninda-
merkis. Þótti presti saga hans merkileg og þóttist
vita að Grímólfur mundi gæfumaður verða. Svo fór
síðar, að prestur setti hann til mennta og sendi hann
í skóla og að afloknu námi gerðist Grímólfur að-
stoðarprestur fóstra síns, kvæntist dóttur hans og
fékk brauðið eftir hans dag. Þótti hann merkis-
prestur, varð auðugur að fje og gæfumaður í hví-
vetna.