Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 7
FORMALI
Árið 1908 gaf hr. prentmeistari Oddur Björnsson út all-
stórt bindi af þjóðsögum; heitir það »Þjóðtrú og þjóðsagnir«.
Faðir minn, séra Jónas Jónasson, bjó bókina undir prentun
og skrifaði við hana ítarlegan formála um myndun þjóð-
sagna, gildi þeirra, söfnun og útgáfu. Má að nokkru leyti
telja þjóðsögur þessar framhald þeirrar bókar, enda eru þær
úr sama safni.
Margir góðir menn hafa lagt efni til þessa fyrsta bindis
»Grímu«. Eru þar efstir á blaði Baldvin Jónatansson alþýðu-
skáld á Húsavík og Þorsteinn M. Jónsson bóksali á Akur-
eyri, með 25 sögur hvor. Báðir hafa þeir skrásett fjölda þjóð-
sagna af öllu tægi og virðist Baldvin sérstaklega vera gædd-
ur næmri smekkvísi á það skáldlega í sögum sínum. Þor-
steinn Þorkelsson frá Hofi á 19 sögur í bindinu og eru þær
allar merkar í sinni röð, vandaðar að efni og frágangi, enda
var höfundurinn alþekktur gáfu- og mennta-maður. Hannes
Jónsson bóndi í Hleiðargarði á 15 sögur í bindinu, einkar
vandaðar að frásögn og búningi öllum. — Þótt ekki séu að
sinni fleiri skrásetjarar nefndir, þá eru safnandi og útgef-
andi engu að síður þakklátir hverjum þeim, sem stutt hafa
að því að bindi þetta er út komið.
Útgefandinn, Þorsteinn M. Jónsson bóksali, hefur samið
skrá yfir nöfn, skrásetjara og frásagnarmenn. Sömuleiðis
hefur hann samið efnisyfirlit og annast flokkun sagnanna
og gerir hann svolátandi grein fyrir henni:
»Við skiftingu sagnanna í flokka og innbyrðis röðun í
flokkunum hef eg að mestu farið eftir flokkaskiftingu og
sagnaröðun Jóns Ámasonar. Þó hef eg raðað flokkunum dá-
lítið öðruvísi en hann og myndað fáein ný flokkaheiti. Vil eg
í fám orðum útskýra, á hverju eg byggi flokkaröðunina.