Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 33
ÁKVÆÐAVÍSUR
13
er sækti að manni í svefni, til þess að vera laus við
það.
11- Dauði Helíía prests-
Einu sinni kom séra Helgi að Saltvík, sem er
býli skammt frá Húsavík, og sagði húsfreyjunni, að
þar mundi hann deyja. Nokkru síðar kom hann aft-
ur að Saltvík svo lasinn, að hann settist þar að til
gistingar. Elnaði honum svo sóttin, að hann varð
eigi þaðan af ferðafær og dó eftir skamma legu.
2.
ÁkvæSavísur.
(Handrit Þorsteins M. Jónssonar, eftir sögn Stefáns P.
Jónssonar í Tunghaga á Völlum, 1902).
Einu sinni var prestur að Arnarbæli í ölfusi, er
Guðmundur hét; hann var talinn kraftaskáld.
Drengur einn var hjá presti, sem var honum nijög
ódæll og var presti illa við hann, en vel þótti strákur
gefinn. Eitt sinn um sumar bað prestur strák að
sækja hesta fyrir sig og fór hann, en kom fljótt aft-
ur og kvaðst ekki finna hestana. Prestur bað hann
að fara aftur og leita þeirra, en strákur neitaði.
Reiddist þá prestur og sagði:
Drengur minn, þú deyrð í vetur
og dettur fyrir Amarsetur.
Kvíaskítur og kamarfretur,
kveddu á móti, ef þú getur.
Er prestur hafði lokið vísunni, svaraði strákur
þegar með þessari: