Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 98
78
ÚTBURÐUR SEGIR TIL SÍN
21.
fftbnrðnr seglr tll sín.
(Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar).
Frá Eyjadalsá í Bárðardal var fyr á öldum ár-
lega farið til grasa upp á Vallafjall, sem er á milli
Bárðardals og Fnjóskadals; þá var þar gott grasa-
land, sem nó er víða uppblásið í grjót og sandmöl.
Eitt vor, á milli fráfærna og sláttar, var flutt í heiði
frá Eyjadalsá; voru það tveir karlar og tvær stúlk-
ur. Var önnur stúlkan kölluð Gunna. Þau reistu
tjald sitt í lág einni vestur á fjallinu. Síðan skiftu
þau sér á heiðina og tóku að tína grösin; bar ekk-
ert til tíðinda um daginn, en þegar leið á nóttina,
kom önnur stólkan hlaupandi til piltanna með önd-
ina í hálsinum og sagðist hafa heyrt svo undarlegt
vein og gráthljóð, að sér hefði skotið skelk í bringu;
þá hafði hún verið stödd hjá gildragi á heiðinni,
þar sem mikið var af grösum. Piltar gerðu gabb að
þessu, að hún skyldi vera að hlaupa úr góðu grasa-
landi, þó að hún þættist heyra einhverja vitleysu
um hábjarta sumarnóttina; en stúlkan sat föst við
sinn keip, hljóðið hafði stundum líkst barnsgrát, en
á milli orðið sem skerandi vein. Piltar sögðu þá, að
það væri bezt að þeir færu með henni að gildraginu;
»en hvar er Gunna ?« spurðu þeir. »Það veit eg ekki«,
svaraði stúlkan; »hún vildi hreint ekki fara með mér
suður í gildragið«. Þau fóru svo þrjú saman suður
í dragið og fóru að tína þar, því að grösin voru nóg.
Eftir litla stund heyrðu þau vein og gráthljóð á
sama hátt og stúlkan hafði heyrt áður, en af því að
þau gátu á engan hátt gert sér grein fyrir ástæð-