Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 57
HJÓNAGRASIÐ 37
brátt annan vin í minn stað. Eg veit að þú elskar
Gunnar, og hann á líka að verða maðurinn þinn. En
til þess að svo megi verða, skaltu taka jurt þessa,
sem eg nú sýni þér og sem sprettur hér á leiði mínu,
gæta þess vel að halda henni lifandi og koma henni
í laumi undir kodda Gunnars; mun þá hugur hans
snúast til þín. En þess verður þú að gæta, að taka
rétta jurt, því að þær eru sumar karlkyns; kven-
jurtina geturðu þekkt á því, að hún sekkur í vatni,
en hin flýtur; það er kvenjurtin ein, sem þér getur
að gagni orðið til þessa«. Sleit þá móðir hennar
græna jurt af leiðinu og lagði í lófa Geirþrúðar, en
um leið vaknaði hún af svefninum. Henni þótti
draumurinn einkennilegur og fór að hugsa um hann,
varð litið niður á leiðið og sá þar margar jurtir
sömu tegundar og þá, sem hún hafði séð í draumn-
um. Sleit hún upp nokkrar þeirra og brá þeim á
vatn; flutu sumar, en aðrar sukku. Tók hún þá eina
af þéim, sem sukku, lét hana í vatnsglas, gerði sér
eitthvert erindi á heimili Gunnars og dokaði þar
við, þangað til búið var um í rúmunum í baðstofunni;
sætti hún þá lagi, þegar enginn sá til og stakk jurt-
inni undir kodda Gunnars. Var henni mikil forvitni
á að vita, hvernig til tækist og varð ekki svefnsamt
um nóttina, en ekki þurfti hún að bíða lengi, því að
árla morguns daginn eftir kom Gunnar rakleitt að
finna hana; hitti hann hana úti við bæjarlæk og
heilsaði henni blíðlega. »Hvernig dreymdi þig í
nótt?« spurði hann. »Það var víst harla lítið,« svar-
aði hún, »en sjálfsagt gott, það litla það var.« »Mig
dreymdi þig svo yndislega í nótt,« sagði hann, »að
eg er hingað kominn til þess að spyrja þig, hvort þú
viljir verða konan mín og verða mér það í vökunni,
3*