Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 92
72 ÆFISAGA GUÐRÚNAR KETILSDÓTTUR
æfisögu sína og var sagan rituð upp jafnóðum og Gunna
sagði frá. Birtist sagan hér óbreytt að öðru en því, að nokk-
ur klúryrði eru hefluð, án þess þó að merking raskist. —
Nokkrar neðanmálsgreinar fylgja, efninu til skýringar.
J. R.
Nú er þar til máls að taka, þar sem eg var barn
í reifum í Teigi; fæddist eg á Sámsstöðum. Þá átti
Gísli minn í Gröf gráa meri, undan hverri kominn
var prófastshesturinn og allir beztu hestarnir hans.
Hana sótti eg fram á Eyjafjarðarárbakka, en fleygði
mér af henni fyrir ofan Syðra-Hól, og átti eg eigi
von á lengra lífi. Æfina mína í Gröf vissu allir;
hún var bölvuð. Þá fór eg til Páls á Þórustöðum;
hann átti bágt, og viljinn var eins. Hann hafði af
mér gráu gimbrina mína og var allra manna við-
sjálastur; heldur vildi eg ganga á höfðinu en vera
þar. Eg fór því til Guðmundar míns í Kaupangi1;
hann var mér bezti maður, enda var eg í góðu gengi
og allir elskuðu mig, því að eg kom allstaðar fram
þar sem betur gegndi. Samt vistaðist eg í Sigluvík;
var eg þá beðin af mörgum, en enginn vissi neitt
um það. Þá kvað karl vísu, því að hann var skáld,
en undirförull mjög:
Hvað muxi fara reflarún?
Ræði eg það á meðan.
Enginn veit hvert ætlar hún
út eða suður héðan.
Þegar eg var þangað komin, voru þar sjómenn,
meðal hverra einn var frá Hrafnagili, er Illugi hét,
mesti bölvaður refur, en álitlegur maður; en margur
1 Guðmundur hreppstjóri í Kaupangi var kvæntur Ruth
skáldkonu frá Ljósavatni.