Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 60

Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 60
40 HAFMAÐUR HEFNIR SÍN viðbúinn að ráðast á ófreskjuna, ef hún sýndi fjand- skap af sér, en að öðrum kosti ætlaði hann að láta hana í friði fara. Allt 1 einu datt logandi skar af Ijósinu niður á gólfið, rétt við fótinn á hafmannin- inum; hrökk hann við og sneri við það út úr bað- stofunni og fram göngin. f baðstofunni voru þrír karlmenn, sem stunduðu sjó, ásamt bónda og fóru þeir allir út með honum til þess að grennslast eftir, hvað um hafmanninn yrði. Bærinn stóð á sjávar- bakka og sáu þeir á eftir honum ofan í fjöruna. Einn þeirra félaga hafði hlaðna selabyssu og vildi skjóta á eftir hafmanninum, en bóndi bannaði það harðlega, sagði sem svo, að þeir mættu þakka guði fyrir að ekki hafði verið á þá ráðizt í baðstofunni; »efast eg einnig um, að skot vinni á húð hans eða hvelju, svo þykk sem hún sýnist, og þó svo væri, tel eg það ólánsverk að bana slíkri skepnu, að nauð- synjalausu«. »Engum verður þetta að bana«, sagði sá, sem byssuna hafði og hleypti af skotinu út í buskann. »Það má vel vera«, svaraði bóndi, »en engum verður það að liði og sízt þér«. Sneru þeir við það inn og lokuðu bænum rammlega. Daginn eftir var gott sjóveður og reri bóndi með menn sína. Þegar maður sá, er skotinu hafði hleypt úr byssunni kvöldinu áður, var að draga færi sitt inn, varð það snögglega svo þungt, að hann mátti hafa sig allan við; spyrnti hann í borðstokkinn til þess að neyta sín betur, en þá skrikaði honum fótur og í sama bili steyptist hann út úr bátnum. Sáu fé- lagar hans boðaföll mikil fyrir framan stefnið, en manninum skaut ekki upp aftur. Það var trú manna, að hafmaðurinn hefði banað honum til hefnda fyrir skotið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.