Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 83
SAGAN AF FJALLA-GUÐRÚNU G3
þeir voru orðnir úrkula vonar um að Guðrún fynd-
ist lifandi. Gátu þess margir til, að hún mundi hafa
drekkt sér í Jökulsá, út úr örvilnun, og þann grun
styrkti Jón æskuvinur hennar; hafði hann átt góð-
an þátt í því, að Guðrún fannst ekki, með því að
leita sjálfur, þar sem hennar var von, en beina öðr-
um leitarmönnum sem fjarst frá þeim stöðvum.
Af Guðrúnu er það að segja, að nóttina eftir
fund þeirra Jóns, fór hún úr jarðfallinu og hélt
leiðar sinnar lengra inn á öræfin, fyrst lengi vel í
suðvestur, en síðar meira norður á bóginn, þar til
er hún að lokum taldi sér orðið óhætt. Á þeim tíma
var landið víða skógi vaxið og þótti Guðrúnu fag-
urt um að litast; nam hún staðar í fögru skógar-
rjóðri og virti fyrir sér kosti landsins. Þar var hið
bezta sauðland; skammt í burtu var allstórt stöðu-
vatn og runnu í það margir smálækir og aðrir úr
því; en í rjóðrinu var stór hóll, grasi vaxinn. »Hér
er fagurt land og frjótt«, sagði Guðrún við sjálfa
sig; »hér mun eg láta fyrir berast«.
Tók Guðrún sér nú góða hvíld, eftir þessa löngu
og erfiðu göngu, enda var hún orðin lúin; en þó
voru lömbin hennar Mókollu enn þá lúnari. Þegar
Guðrún hafði hvílzt og nærzt af mat þeim, sem hún
hafði með sér, sá hún það liggja hendi næst að afla
nýrra matvæla. Sá hún fá úrræði um lífsbjörg og
lá nærri að hún örvilnaðist af bágindum sínum, en
hér fór sem oftar, að »neyðin kennir naktri konu
að spinna«. Datt henni í hug að stía lömbunum, svo
að hún gæti lifað af mjólkinni úr Mókollu, en þó
hlaut það að verða skammvinn björg og aðeins end-
ast fram undir haustið. Svo gekk hún með vatninu
og lækjunum, til þess að vita, hvort hún yrði vör