Gríma - 01.11.1929, Page 83

Gríma - 01.11.1929, Page 83
SAGAN AF FJALLA-GUÐRÚNU G3 þeir voru orðnir úrkula vonar um að Guðrún fynd- ist lifandi. Gátu þess margir til, að hún mundi hafa drekkt sér í Jökulsá, út úr örvilnun, og þann grun styrkti Jón æskuvinur hennar; hafði hann átt góð- an þátt í því, að Guðrún fannst ekki, með því að leita sjálfur, þar sem hennar var von, en beina öðr- um leitarmönnum sem fjarst frá þeim stöðvum. Af Guðrúnu er það að segja, að nóttina eftir fund þeirra Jóns, fór hún úr jarðfallinu og hélt leiðar sinnar lengra inn á öræfin, fyrst lengi vel í suðvestur, en síðar meira norður á bóginn, þar til er hún að lokum taldi sér orðið óhætt. Á þeim tíma var landið víða skógi vaxið og þótti Guðrúnu fag- urt um að litast; nam hún staðar í fögru skógar- rjóðri og virti fyrir sér kosti landsins. Þar var hið bezta sauðland; skammt í burtu var allstórt stöðu- vatn og runnu í það margir smálækir og aðrir úr því; en í rjóðrinu var stór hóll, grasi vaxinn. »Hér er fagurt land og frjótt«, sagði Guðrún við sjálfa sig; »hér mun eg láta fyrir berast«. Tók Guðrún sér nú góða hvíld, eftir þessa löngu og erfiðu göngu, enda var hún orðin lúin; en þó voru lömbin hennar Mókollu enn þá lúnari. Þegar Guðrún hafði hvílzt og nærzt af mat þeim, sem hún hafði með sér, sá hún það liggja hendi næst að afla nýrra matvæla. Sá hún fá úrræði um lífsbjörg og lá nærri að hún örvilnaðist af bágindum sínum, en hér fór sem oftar, að »neyðin kennir naktri konu að spinna«. Datt henni í hug að stía lömbunum, svo að hún gæti lifað af mjólkinni úr Mókollu, en þó hlaut það að verða skammvinn björg og aðeins end- ast fram undir haustið. Svo gekk hún með vatninu og lækjunum, til þess að vita, hvort hún yrði vör
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.