Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 45

Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 45
SAGNIR UM SÉRA HÁLFDAN I FELLI 25 væri að slá og að illa biti á hólana á Hólatúni í sól- skininu. »Já«, sagði prestur, »það er gott að eiga ljá, sem vel bítur. Eg átti spík á fyrri árum mínum, sem oftast beit, hvernig sem veðri var háttað«. »Þú ert líklega búinn að farga henni fyrir löngu«, sagði kaupamaður. »Eg man það ekki gjörla«, svaraði prestur, »en eg skal einhverntíma hyggja að því«. Slitu þeir svo talinu. Daginn eftir kom kaupamaður aftur inn til prests og fór að spjalla við hann; þá dró prestur upp ryðgaða spík, þvengmjóa og sýndi honum; sagði hann, að reynt gæti hann að bregða henni í gras, ryðið mundi fljótt fara af henni, en varlegast væri að brýna hana lítið. Kaupamaður tók við spíkinni og fór að slá með henni; þótti honum hún bíta afbrigðavel, svo að hann bað prest að selja sér hana. Prestur kvaðst varla nenna að farga henni, hann hafi átt hana svo lengi, og svo sé hún líka þegar á förum, en hann bauð að lána hana kaupamanninum um sumarið. Hinn tók því boði fegins hendi og notaði hana síðan öðrum þræði allt sumarið. Leið nú fram að sláttarlokum og bjóst kaupamaður til suðurferðar. Kom hann eitt kvöld inn í klefa prests og spurði prestur hann þá eftir spíkinni. Kaupamaður sagðist ætla að skila henni um leið og hann kveddi hann. En það var ásetningur hans að kveðja prest ekki, heldur að laumast í burtu með spíkina. Því næst kvaddi hann alla heimamenn, nema séra Hálfdan; lagði hann síðan af stað, en þegar hann var kominn nokkuð ofan í tröðina, heyrði hann brest svo háan, að furðu sætti og virt- ist hann vera í annari klyfinni á trússahestinum. Fór hann því af baki, tók ofan af hestinum og leysti upp klyfina, sem honum heyrðist bresturinn koma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.