Gríma - 01.11.1929, Side 45
SAGNIR UM SÉRA HÁLFDAN I FELLI 25
væri að slá og að illa biti á hólana á Hólatúni í sól-
skininu. »Já«, sagði prestur, »það er gott að eiga
ljá, sem vel bítur. Eg átti spík á fyrri árum mínum,
sem oftast beit, hvernig sem veðri var háttað«. »Þú
ert líklega búinn að farga henni fyrir löngu«, sagði
kaupamaður. »Eg man það ekki gjörla«, svaraði
prestur, »en eg skal einhverntíma hyggja að því«.
Slitu þeir svo talinu. Daginn eftir kom kaupamaður
aftur inn til prests og fór að spjalla við hann; þá
dró prestur upp ryðgaða spík, þvengmjóa og sýndi
honum; sagði hann, að reynt gæti hann að bregða
henni í gras, ryðið mundi fljótt fara af henni, en
varlegast væri að brýna hana lítið. Kaupamaður tók
við spíkinni og fór að slá með henni; þótti honum
hún bíta afbrigðavel, svo að hann bað prest að selja
sér hana. Prestur kvaðst varla nenna að farga
henni, hann hafi átt hana svo lengi, og svo sé hún
líka þegar á förum, en hann bauð að lána hana
kaupamanninum um sumarið. Hinn tók því boði
fegins hendi og notaði hana síðan öðrum þræði allt
sumarið. Leið nú fram að sláttarlokum og bjóst
kaupamaður til suðurferðar. Kom hann eitt kvöld
inn í klefa prests og spurði prestur hann þá eftir
spíkinni. Kaupamaður sagðist ætla að skila henni
um leið og hann kveddi hann. En það var ásetningur
hans að kveðja prest ekki, heldur að laumast í burtu
með spíkina. Því næst kvaddi hann alla heimamenn,
nema séra Hálfdan; lagði hann síðan af stað, en
þegar hann var kominn nokkuð ofan í tröðina,
heyrði hann brest svo háan, að furðu sætti og virt-
ist hann vera í annari klyfinni á trússahestinum.
Fór hann því af baki, tók ofan af hestinum og leysti
upp klyfina, sem honum heyrðist bresturinn koma