Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 102
82
TÓMAS AÐ NAUTABÚI
eftir greftran kerlingar vaknar séra Jón við það
eina nótt, að hann dreymir að kerling kemur til
hans og biður hann að hjálpa sér, því að ekki hafi
hún frið í gröf sinni. Prestur hyggur þetta mark-
leysu eina og sofnar aftur. Finnst honum þá kerling
koma aftur og biðja sig sem fyr að hjálpa sér, því
að annars sé ekki víst að hann fái sjálfur ró í sinni
gröf. Hrekkur prestur upp við þetta, klæðir sig í
flýti og gengur út. Hann sér þá tvo menn við leiði
kerlingar, en sjálf stóð hún upp úr því til knjáa.
Þegar mennirnir sáu prest, hlupu þeir frá og þekkti
klerkur að það voru þeir Tómas á Nautabúi og Skúli
í Brekkukoti. Hafði Tómas vakið kerlingu upp, en
Skúli hafði ætlað að taka á móti henni, ef á þyrfti
að halda. Það er frá presti að segja að hann kom
kerlingu niður; en svo var hún mögnuð, að prestur
sagði frá því seinna, að það hefði verið hið versta
verk, er hann hefði gert um dagana, þótt honum
tækist það um síðir.
Ekki er getið um, til hvers þeir félagar, Tómas og
Skúli, hafi ætlað að nota uppvakning þennan, en lík-
legt er, að þeir hafi ætlað að hafa hann til smásnún-
inga nokkurra.
PRENTVILLUR.
Á 14. bls., 7. Ifnu að ofan: hrapaði hann, les: hrapaði
drengurinn. Á 30. bls., 2. línu að ofan: ur, les: betur.
FRBNTBMIÐJA ODDS BJÖRNSSON AH.