Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 31
ÞÁTTUK AF HELGA PRESTI BENEDIKTSSYNI 11
reglur, sóttu messuklæðin úr kirkjunni, breiddu þau
fyrir loftsdyrnar og innsigluðu hurðina. Kom það
brátt í ljós, að presti var kunnugt um athæfi þeirra
félaga, og er haldið að hinn framliðni maður hafi
gert hann við varan. Gekk prestur ómjúkt að þeim
félögum, heimti hið stolna til síns samastaðar og
las syni sínum textann, svo að um munaði. Sigfús
hafði jafnan litlar virðingar og var ekki vel látinn,
alveg gagnstætt því, er var um föður hans.
7. Forspá Helga prests.
Sigurlaug Guðlaugsdóttir, kona Jóns Ingjalds-
sonar í Flatey á Skjálfanda (f 1900), var síðasta
barnið, sem séra Helgi skírði í Mývatnssveit. Hann
fór nokkrum árum síðar kynnisför upp 1 sveitina;
þá var mær þessi komin á fót. Þegar prestur sá
barnið, mælti hann: »Þú verður rauna-manneskja,
en sú er bótin, að jafnan verður þú ráðdeildar- og
sómakona«. — Það er kunnugt, að Sigurlaug misti
þrjá menn sína og giftist í fjórða sinn Jóni Ing-
jaldssyni, er var jafnan mikilsmetinn.
8. AflabrSttð við Tiörnes.
Eitt sinn var séra Helgi og konan í Saltvík að
ræða um aflabrögðin við Tjörnes. Þá var árlega hin
mesta selveiði inni á Ærvík og út með öllu nesi.
Sagði prestur, að innan fárra ára mundi selurinn
hverfa, en þá kæmi fiskafli. Konan fékkst um, að
aldrei í manna minnum hefði rekið hval þar innan
til við flóann. Prestur sagði, að eigi mundi líða á
löngu, að hval ræki á Húsavík, en ekki mundi það
samt verða fyr en eftir sinn dag. — Þetta kom
hvorttveggja fram. Selurinn hvarf svo gersamlega,