Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 95
ÆFISAGA GUÐRÚNAR KETILSD6TTUR
75
segja allir: »Þarna kemur skrattans kerlingin hún
Guðrún Ketilsdóttir!« En vel er eg metin hjá öllum
góðum mönnum, því að ekki segja þetta nema bölv-
aðir gárungar, sem hvorki skeyta um guð né menn.
Eeið eg þá í bað og maður með mér, en þegar hann
sá mig bera, gerðist hann ástleitinn við mig, en eg
varðist sem úlfur brynjubúinn og þurkaði mig af
honum. Kom eg þá heim að Stórahóli með grösin;
það voru fjórir hestar klyfjaðir og níu tunnur og
var það nóg í stóru örkina. — Síðan var eg hingað
og þangað í vistum, og síðan var eg undir regimenti
Sigfúsar míns á Laugalandi.1 Hann kom mér að
Syðri-Tjörnum til Sigurðar og sótti mig að Hóli.
Varð eg þá fyrir skaða fyrir bölvaðan gapaskapinn
úr honum, missti lás, sem kostaði ríksort á Siglu-
firði og gaf eg ríkisdal fyrir hann. Sulturinn á
Tjörnum, hann verður mér í minni; keypti eg þá
skammrif af Magnúsi; þau voru tvær merkur og
fjörutíu; runnu þau af merkju og át eg soðið allt
með spæni; hljóp það í höfuðið á mér, svo að eg lá
í viku, og ber það síðan. Fékk eg þá síldarfjórðung
og bar eg hann; fékk svarta gimbur og sagði, að
hann gæti tekið útsvörin allra undir sjálfum sér; —
datt hann þar í flórinn, djöfullinn sá arna.2 Sigfús
er mér að sönnu vel; þó teymdi hann ílátin um
hlaðið, en svei þeirri bröndunni hann gaf mér og
1 Sigfús Jónsson hreppstjóri á Laugalandi var merkismaður
að mörgu. Honum er það að þakka að æfisaga þessi befur
verið skrásett.
2 Svo er að sjá sem Gunna hafi verið krafin um útsvar úti
í fjósi; hefur hún svarað illu til, en innheimtumaðurinn
dottið í flórixm.