Gríma - 01.11.1929, Side 80

Gríma - 01.11.1929, Side 80
60 SAGAN AF FJALLA-GUÐRÚNU og báðu vel hvort fyrir öðru. — Nóttina eftir hvarf Jón af heimilinu og leyndist burtu; tók hann sér annað nafn og fór huldu höfði þannig um hríð, svo að hann fannst eigi, hversu vel sem hans var leitað. Hvarf Jóns og þykkt Guðrúnar drógu bí’áðlega skýlu frá augum manna, svo að allir þóttust vita, hversu komið væri. Var gengið á Guðrúnu og varð hún að játa hið sanna, að Jón bróðir hennar ætti barn það, er hún gekk með. Voru hafðar sterkar vörzlur á henni, þangað til hún laggðist á sæng og ól sveinbarn; skyldi það borið til skírnar, þegar hún stígi af sæng, en það varð næsta drottinsdag þar á eftir; fór þá allt heimilsfólk frá Fossvöllum til tíða, en Guðrúnu var ekki treyst til að fylgja barni sínu til skírnar. Af því að menn vissu, hvílík áræð- is- og atgerfiskona Guðrún var, þá var fenginn maður að úr sveitinni til þess að gæta hennar á meðan fólkið væri að heiman. Það var vinnumaður einn, illur og þrællundaður, sem aldrei sýndi af sér miskunnarbragð. Svo var háttað, að engir gluggar voru svo stórir á baðstofu, að maður gæti smogið þar út um, né nein önnur smuga til útkomu. Vörðurinn settist því í bæjardyr og uggði ekki að sér. Guðrún var þó ekki aðgerðaiiaus; hún vissi að um lífið var að tefla og ætlaði að forða sér á flótta, ef hún gæti á nokkurn hátt komið því við. Hún tók því poka, tíndi í hann nokkuð af matvælum og auk þess ýmis- leg áhöld, sem að gagni máttu verða, t. d. tinnu og önnur eldfæri, hnífa, spunasnældu sína, pottgrýtu, rekublað o. fl. Hafði hún gát á verðinum í bæjardyr- unum og tók bráðlega eftir því, að hann fór að draga ísur í sæti sínu og svo fór hann að hrjóta. Sætti Guðrún þá lagi og læddist fram hjá honum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.