Bændablaðið - 25.02.2016, Qupperneq 42

Bændablaðið - 25.02.2016, Qupperneq 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. febrúar 2016 Ungverski vélaframleiðandinn Hofherr-Schrantz-Clayton- Shuttleworth eða HSCS var samstarfsverkefni ungverskra og breskra viðskiptaaðila. Fyrirtækið var þjóðnýtt af kommúnistastjórninni í Ungverjalandi árið 1950 og fékk nafnið Rauða stjarnan. Fyrirtækið var stofnað alda- mótaárið 1900 og aðsetur þess í Ungverjalandi. Í fyrstu framleiddi fyrirtækið gufuvélar fyrir aust- ur-evrópska og rússneska mark- aðinn. Ensku hluthafarnir voru keyptir út úr rekstrinum 1912 og fyrirtækið í eigu Ungverja eftir það. Breska fyrirtækið sem í hlut átti hét Clayton og Shuttleworth og hafði um margra áratuga skeið framleitt landbúnaðartæki, meðal annarra þreskivélar, sem það seldi til Austur-Evrópu og Rússlands. Fyrsti traktorinn 1923 Árið 1923 setti HSCS fyrsta traktorinn á markað. Eins strokka bensínvél á járnhjólum. Fimmtán árum síðar, 1938, setti fyrirtæk- ið nýjan traktor á markað sem kallaðist HSCS K40. Sá var með dísilvél og hálfgerð eftirlíking af þýskum Lanz Bulldog. HSCS hefði keypt Lanz árið áður og því í fullum rétti að nýta sér tækni þeirra. Lanz/HSCS voru í fram- leiðslu til 1938 og þóttu sterkar og endingargóðar dráttarvélar. Lanz Bulldog voru vinsælar dráttarvélar á Spáni, Portúgal, Austurríki og í Frakklandi enda þekktar fyrir að ganga á nánast hvaða olíu og þar á meðal úrgangs smurolíu. Ungversku eigendunum tókst ekki að viðhalda þeim mark- aði og smám saman fjar- aði undan sölunni í þeim löndum. Þjóðnýtt 1950 HSCS var þjóðnýtt af kommúnistastjórninni í Ungverjalandi árið 1950. Ári seinna var nafni fyrir- tækisins breytt í Dráttar- vélaframleiðandinn Rauða stjarnan og trakt- orarnir kallaðir Dutra. Dutra dráttarvélarnar voru framleiddar í Búdapest og fram- leiddar til ársins 1975. Um 200 slíkar voru fluttar til Bretlands á sjöunda áratug síðustu aldar. 4.500 fóru til Austur-Þýskalands undir heitinu D4K og DKK-B og Svíar keyptu 120 stykki og sami fjöldi var sendur sem þróunarað- stoð til Kúbu. Þessar vélar voru 65 til 90 hestöfl. Aðrar týpur af Dutra, sem vert er að nefna, eru Dutra U-28, og Dutra Robuste UE 40, sem naut nokkurra vinsælda í Frakklandi. Dutra 4654 og Dutra Stey 110 voru öfl- ugustu dráttarvélarnar sem Rauða stjarnan framleiddi, báðar 110 hestöfl. Sameinast RABA Árið 1973 sameinaðist Drátta- rvéla framleiðandinn Rauða stjarnan ungverska dráttar- vélaframleiðandanum RABA, sem framleiddi og framleiðir enn Steiger dráttarvélar fyrir austur- -evrópska og rússneska markaðinn. /VH Rauða stjarnan frá Ungverjalandi Utan úr heimi Samkvæmt nýlegri skýrslu FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna, eru 17 prósent af búfjárkynjum heimsins í útrýmingarhættu. Önnur 58 pró- sent er óvissa með, þar sem ekki eru til nýlegar tölur um fjölda gripa. Því er talið að enn fleiri búfjárkyn geti verið í hættu. Í skýrslunni, sem fjallar einkum um stöðu og horfur fyrir búfjárkyn heimsins, kemur fram að frá árinu 2005 til 2014 hækkaði hlutfall þeirra búfjárkynja sem eru í hættu um heil tvö prósent. Leiddar eru líkur að því að þessa tilhneigingu megi að nokkru leyti rekja til sérhæfingar verksmiðjubúa þar sem markaðsleg- um kröfum er svarað með hámarks- framleiðslu, sem er haldið gangandi með til þess bærum en tiltölulega fáum búfjárkynjum. Fjölbreytni búfjárkynja lífsnauðsyn José Graziano da Silva, fram- kvæmdastjóri FAO, segir í formála skýrslunnar að 70 prósent af fátæku sveitafólki í heiminum hafi lífsviður- væri sitt af búfjárrækt. Þess vegna sé fjölbreytni búfjárkynja lífsnauðsyn fyrir heimsbyggðina; landbúnað, byggðaþróun í dreifbýli og fæðu- öryggi. Alþjóðlega Slow Food- hreyfingin hefur látið sig þessi mál varða og hluti af þeirra starfsemi er að reka sérstaka stofnun um líffræðilegan fjölbreytileika. Einn þáttur í þeirri starfsemi er stuðning- ur við búfjárkyn sem eru í hættu, í gegnum verkefni sín sem heita Presidia og Bragðörkin (Ark of Taste). Presidia miðar til dæmis að varðveislu framleiðsluaðferða, vist- kerfa og búfjárkynja – og íslenska geitin var einmitt skráð þar inn fyrir skemmstu fyrir tilstuðlan Slow Food-deildarinnar sem er starfandi á Íslandi. Bragðörkin miðar til dæmis að því að varðveita afurðir og þar innanborðs eru íslenska land- námshænan, íslenska mjólkurkýrin, íslenska sauðféð, íslenska forystu- féð, auk geitfjárins íslenska. /smh Maður hefur játað að hafa stolið erfðabreyttu fræi af maís- kólfum í ræktun í Iowa-ríki í Bandaríkjunum. FBI hafði fylgst með manninum í tvö og hálft ár og allt að tíu ára fangelsisdómur getur legið við slíkum þjófnaði. Reyndar er málið æsispennandi og í anda bestu njósnasögu. Menn frá Bandarísku alríkislögreglunni, FBI, höfðu fylgst með ferðum mannsins, sem er Kínverji en bandarískur ríkis- borgari, um miðríki Bandaríkjanna í tvö og hálft ár, komið fyrir staðsetn- ingartæki á bifreið hans og hlerað símann hans. Stolnu fræin fund- ust við húsleit heima hjá honum í umbúðum utan af örbylgjupoppi. Sá seki sagðist við fyrstu yfirheyrslu hafa ætlað að færa ættingjum sínum í Kína örbylgjupoppið sem gjöf. Maísinn sem um ræðir var þróað- ur af líftæknideildum Monsanto og DuPont og varinn með einkaleyfi. Kínverjinn hefur viðurkennt að ætl- unin hafi verið að fara með fræin til Kína þar sem fyrirtæki sem hann starfar fyrir hafi ætlað að nota þau við kynbætur í eigin maísræktun. Allt að tíu ára fangelsisdóm- ur og fimm milljóna bandaríkja- dala sekt getur legið við slíkum þjófnaði fái maðurinn þyngsta dóm. Auk Kínverjans liggja sex Bandaríkjamenn undir grun um að að hafa ætlað að selja erfðabreytt fræ í eigu DuPont og Monsanto til fyrirtækis í Kína. Málið gegn Kínverjanum er það fyrsta sinnar gerða en talið er að þjófnaður af þessu tagi hafi átt sér stað um nokkurra ára skeið. /VH FBI handtekur mann fyrir stuld á erfðaefni plantna Nýleg skýrsla FAO um stöðu búfjárkynja í heiminum: Að lágmarki 17 prósent í útrýmingarhættu sem er ætlað að styðja við búfjárkyn í útrýmingarhættu. Mynd / smh
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.